Á fjallabílnum Yaris í kringum landiđ

SpákonufellTil tíđinda bar í ţessari viku ađ ég ók hringinn í kringum landiđ (kringinn í hringum, eins og sagt er á barnamáli). Tilgangurinn var ađ „vísitera“ sýslumannsembćttin á landinu sem er hluti af nýju starfi mínu. Ţađ er nú ekki ađalatriđiđ heldur hitt ađ ég ók alla ţessa leiđ á Toyota Yaris ... Trúi ţví hver sem vill.

Í febrúar áriđ 1981 ók ég síđast hringinn um landiđ. Ţá hafđi ég til afnota forláta Lada Sport jeppa sem var léttur og tiltölulega lipur í fjallaferđum. Á ţeim tíma var vetur á Íslandi, en ekki eilíft haust eins og núna. Ţá lenti ég í fyrstu alvarlegu vandrćđunum á Holtavörđuheiđi sem var illfćr. Sem betur fer hafđi ég haft vit á ţví ađ taka skóflu međ og ég bókstaflega mokađi mig í yfir heiđina.

MývatnSvo vel stóđ ég mig ađ ţegar ég var nćr komin ofan í Hrútafjörđ dró snjómokari Vegagerđarinnar mig uppi enda var starf hans snöggtum léttara eftir ađ ég hafđi rutt úr vegi erfiđustu sköflunum (minni mitt er auđvitađ brigđult en ég ýki nú ekki mikiđ).

Ţá ók ég til Siglufjarđar, mokađi mig um Lágheiđi til Ólafsfjarđar, til Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Ţórshafnar, Bakkafjarđar og loks til Vopnafjarđar. Á ţessum árum var ekki akfćrt ađ vetrarlagi yfir Möđrudalsörćfi svo ég fékk flutning međ strandferđaskipinu Esju frá Vopnafirđi til Seyđisfjarđar. Ţađan var leiđin greiđ um helstu bći suđur um og til Reykjavíkur ţó ekki vćri nú snjólaust. Ég ţóttist mikil hetja eftir ferđina en fáir tóku undir, en ţađ skiptir litlu, ţví eins og kallinn sagđi, ef enginn hćlir mér geri ég ţađ bara sjálfur.

Nú ók ég yfir Holtavörđuheiđi eins og sumar vćri. Enginn snjór á heiđinni. Flennifćri um Húnavatnssýslurnar og raunar austur fyrir Mývatn. Hálka var frá Víđidal á Fjöllum og nćr ţví ofan í Jökuldal en fyrir Yaris á nagladekkjum var ţetta lítiđ mál. Krapi var á Fjarđarheiđi en í Seyđisfirđi var grćnn litur ráđandi. Ég hefđi ábyggilega getađ fariđ í golf, svo fagurlega grćnn var völlurinn.

Ţar sem ég hef aldrei veriđ ţekktur fyrir ađ velja auđvelda leiđ ef erfiđari er í bođi ţá ákvađ ég ađ aka um Öxi. Ég var dálítiđ smeykur ţegar ţangađ upp var komiđ enda liggur vegurinn upp í rúmlega fimm hundruđ metra hćđ. Ţar var fyrst slabb og svo dálítill snjór. Ég óđ hins vegar í gegnum ţetta á fjallabílnum Yaris og hann ruddi ansi vel frá sér svo upphćkkuđu jepparnir sem komu á eftir mér sluppu viđ festur og komust klakkalaust ofan í hinn fagra Berufjörđ.

SeyđisfjEftirleikurinn var auđveldur. Auđir vegir til Hafnar og um allt Suđurland allt til höfuđborgarinnar.

Og svo eru ţađ vangavelturnar eftir ferđina.

Hvers vegna í andsk... snjóar ekki lengur almennilega hér á landi ađ vetri til? Nafn landsins bendir til ađ hér eigi ađ vera snjór og kalt og ţannig vil ég hafa ţađ ađ vetrarlagi.

Eflaust eru útlendu ferđamennirnir kátir međ ađstćđur. Nćr allir bílar sem ég mćtti voru auđsjáanlega međ útlendum ökumönnum. Ţeir ţekkjast úr.

ÖxiSérstaklega var mikil umferđ á Suđurlandi, fjöldi bíla viđ Breiđamerkurlón. Ţar sem ég gisti var nokkuđ um útlendinga, ţó ekki vćri nú öll gisting full. Hrúga af bílum á Sólheimasandi, allir ađ skođa flugvélarflakiđ. Ótrúlegt.

Samanburđurinn á vetrarađstćđum fyrir ţrjátíu og sex árum og í dag er sláandi. Vekur mann óhjákvćmilega til umhugsunar um umhverfismál og afleiđingar gerđa mannsins.

Myndir:

Efsta myndin er af Spákonufelli  í Austur-Húnavatnssýslu en ţađ vakir yfir Skagaströnd. Eitt af mínum uppáhaldsfjöllum.

EystrahornÖnnur myndin er tekin skammt austan viđ Mývatn. Nćr fullt tungl og sérkennilega vindskafin ský.

Ţriđja myndin er tekin í blíđunni á Seyđisfirđi. Grćnn golfvöllurinn vekur athygli.

Fjórđa myndin er frá Öxi, ţeim alrćmda fjallvegi. Eins og sjá má hef ég rutt hann alveg ágćtlega ... nei ţetta eru ný ýkjur. Fćrin var nú ekki verri en ţetta.

Fimmta myndin er tekin í Hvalnesskriđum og horft til Austurhorns og Hvalness. Hún er tekin síđla dags, um fimm leytiđ.

 


mbl.is Útlit fyrir hitamet um helgina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband