Skrýtin gagnrýni Rósu B. Brynjólfsdóttur þingmanns VG
31.1.2017 | 17:33
Vandlifað er í henni veröld, sérstaklega ef fara á eftir bullinu í Vinstri grænnum. Einn af nýju þingmönnum flokksins telur það eitt gagnrýnisvert að utanríkisráðherra hafi brugðist við ferðabanni forseta Bandaríkjamanna of seint og of veikt.
Hæstvistur ráðherra lagði áherslu á að tísta á Twitter og senda færslur á Facebook, sagði Rósa Björk. Formlegum mótmælum hefði ekki verið komið til skila fyrr en í dag, en þá hefðu þau komið skýrt fram.
Þetta er haft eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur á mbl.is.
Hvaða máli hefðu nokkrar klukkustundir skipt? Dettur þessum þingmanni til hugar að forseti Bandaríkjanna bíði fyrir framan póstkassann sinn eftir mótmælum og meti þau eftir því hversu snemma þær berast? Nei, honum er ábyggilega nokk sama.
Að sjálfsögðu er ástæða til að mótmæla ruglinu í stjórnsýslunni í Bandaríkjunum. Það verður þó aðeins gert á skynsaman og yfirvegaðan hátt. Nokkuð sem Rósa Björk, þingmaður VG, virðist ekki búa yfir.
Tísti á Twitter og sendi færslur á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rósa Björk missti sennilega af þeirri ánægju að fá að snupra Sjálfstæðismann,sem henni hefði hlotnast léti hann málið afskiptalaust,sem mér finnst réttast.
Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2017 kl. 01:09
Leitt að höfundur hafi ekki meiri þjóðarást en svo þegar einn, nýr þjóðarleiðtogi tekur upp ákvörðun sem bitnar á íslenskum ríkisborgurum, að þá megi senda möguleg mótmæli, tja jafnvel með haustskipunum. Auðvitað átti slakur Utanríkisráðherra að láta í sér heyra fyrr og mun öflugara en þetta hvísl sem var látið frá sér.
Geri ráð fyrir að höfundur hafi verið jafnslakur gagnvart "eðllegum innanríkisverkum" þegar forsætisráðherra einn, kennndur við brúnan lit, setti okkur öll á lista yfir hryðjuverk. Þá var kannski ekki heldur ástæða til þess að mótmæla ? Eða hvað ....?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.2.2017 kl. 11:55
Takk fyrir innlitið, Sigfús. Í þessu sambandi fannst mér leiðari Morgunblaðsins ansi góður og málefnalegur.
Jú, Sigfús. Menn mótmæltu aðgerðum Brown, hávær mótmæli heyrðust alla leið inn í Downing stræti.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2017 kl. 12:01
Sé þá ekki munin á því eins hafi átt að mótmæla nú og þá. Kröftulega og það strax
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.2.2017 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.