Eiđur Guđnason, minning

Sviplegt fráfall Eiđs Svanbergs Guđnasonar, fyrrverandi alţingismanns, ráđherra og sendiherra er sorglegt. Ekki ađeins er horfinn á braut ágćtur stjórnmálamađur, víđsýnn og fjölfróđur, heldur einnig ötull baráttumađur fyrir íslensku máli. Nú er bókstaflega skarđ fyrir skildi.

Flestir áhugmenn um stjórnmál og íslenskt mál ţekkja bloggiđ hans, „Skrifađ og skrafađ, molar um málfar og miđla“ undir linknum eidur.is.

Eiđur var hatrammur baráttumađur og oft á köflum grimmur, hugsanlega grimmari en hann ćtlađi sér. Hann gaf engan afslátt af réttu máli og hafđi ágćta tilfinningu fyrir ţví.

Viđ deildum oft um pólitík og hann skammađist í mér í tölvupóstum og ég tók á móti og reyndi ađ rökrćđa viđ hann á móti. Stundum reyndumst viđ sammála en oft var talsverđur meiningarmunur okkar á milli, sérstaklega í pólitík.

Ég kynntist Eiđi um 1991 er hann kom sem umhverfisráđherra til ađ vera viđ vígslu Fimmvörđuskála. Ég keyrđi međ hann frá Skógum og upp á Hálsinn. Löngu síđar skrifađi ég ţetta um ferđina:

Á leiđinni upp komum viđ auga á bíl međ útlenskum númerum sem hafđi veriđ ekiđ út af veginum og smáspöl á gróđurlendi, sem á ţessum slóđum er sorglega lítiđ. Eiđur spurđi hvort ekki vćri nauđsynlegt ađ benda ökumanninum á yfirsjón sína. Mér ţótti ţađ tilvaliđ.

Viđ gengum ađ bílnum og hafđi Eiđur orđ fyrir okkur en varla er hćgt ađ nefna rćđuna tiltal. Miklu frekar má segja ađ ráđherrann hafi hundskammađ aumingja ökumanninn sem nćrri ţví beygđi af. Ég vorkenndi manninum mikiđ og fannst ţađ vart á bćtandi ađ segja honum ađ sá sem sagt hefđi honum til syndanna vćri enginn annar en umhverfisráđherrann í ríkisstjórn Íslands og sleppti ţví ţess vegna.

Mér til mikillar ánćgju svarađi Eiđur í athugasemdum viđ pistilinn. Hann skrifađi:

Ég man vel eftir ferđinni, Sigurđur, en ekki eftir skömmunum. Átti hann ţađ bara ekki skiliđ????

Ţađ var blíđa á Skógum, ţegar  viđ fórum ţađan.  Ţetta var stuttur  spölur sem viđ ţurftum ađ ganga, en   mađur varđ  gegndrepa nćstum samstundis. Hávađarok og ekta slagveđur, - lárétt rigning.  Ţetta gleymist ekki !

Ţótt sé liđinn nćra aldarfjórđungur,  Sigurđur, ţá held ég ađ ég hafi ekkert breyst í ţessu efni. Mundi gera ţetta aftur í dag, ef tilefni vćri til. Verđur oft hugsađ til ţessarar ferđar. Úr ráđuneytinu var dr. Jón Gunnar Ottósson međ mér.

Já, svona eiga sýslumenn ađ vera og ţarna held ég ađ Eiđi sé rétt lýst. Ekkert hálfkák.

Málfarspistlar Eiđs voru mikiđ lesnir. Hann sagđi mér ađ hann vćri ekki viss hvort ađ fjölmiđlarnir tćkju mark á honum. Í tölvupósti sagđi hann:

Annađ er, ađ blađamenn taka ábendingum og leiđréttingum illa, - telja  engan ţess umkominn ađ segja ţeim til. Ţetta hef ég fundiđ og veit ađ ég er ekki hátt skrifađur hjá  fréttastofu Ríkisútvarpsins til dćmis ađ taka. 

Sé svo finnst mér ţetta afar sorgleg, ekki Eiđs vegna heldur Ríkisútvarpsins. Raunar var ég ţeirrar skođunar ađ á fyrsta ritstjórnarfundi dagsins hefđi átt ađ byrja á ţví ađ fjalla um pistla Eiđs. Ţar ađ auki hefđi ţađ átt ađ vera metnađarmál hverrar ritstjórnar ađ Eiđur hefđi ekki tilefni til ađ nefna nefna nafn fjölmiđilsins vegna málfarsvillna.

En nú er Eiđur farinn og fleiri pistlar verđa ekki skrifađir á ţeim vettvangi sem hann markađi sér. Í ţví er raunar mesta sorgin fólgin, en hver veit nema einhver glöggur og góđur íslenskumađur taki upp ţráđinn og veiti fjölmiđlum landsins ađhald. Ekki veitir nú af.

 

 

 


mbl.is Andlát: Eiđur Guđnason
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Já, ţađ er svo sannarlega skarđ fyrir skildi, međ brotthvarfi Eiđs. Elja hans, til handa vönduđu málfari, var ađdáunarverđ og fáir ef nokkur sem kemst međ tćrnar, ţar sem hann hafđi hćlana. Blessuđ sé minning hans.

 Međ kveđju, ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 1.2.2017 kl. 22:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband