Miklu fleiri skotnir til bana í USA en falla í hryðjuverkum

Gun ViolenceNýjasta tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vekur undrun um allan heim, ekki síst innanlands. Hann hefur sem sagt bannað flóttamönnum frá Sýrlandi að koma til landsins sem og fólki frá Íran, Líb­ýu, Sómal­íu, Súd­an, Jemen og fleiri löndum.

Með sterkum rökum má benda á að byssueign Bandaríkjamanna valdi þar miklu meiri hættu en hryðjuverk, hvað þá hryðjuverk fólks frá ofangreindum löndum og fleirum.

Á línuritin hér hægra megin er sýnt hversu margir Bandaríkjamenn hafa fallið vegna byssuofbeldis innanlands á móti hryðjuverkastarfsemi. Svo hrottaleg eru staðreyndirnar að um 36 manns eru skotnir til bana á degi hverjum í Bandaríkjunum. Samlandar þeirra eru ábyrgir, ekki hryðjuverkamenn frá íslömskum löndum.

EyjanFrá árinu 2005 til 2015 hefur sjötíu og einn Bandaríkjamaður fallið í hryðjuverkum innanlands. Á þessum tíu árum hafa hvorki meira né minna en 301.797 manns fallið fyrir byssukúlum. Aðeins 2% fallinna teljast hafa dáið í fjöldamorðum.

Að hugsa sér, fleiri eiga tíu byssur í Bandaríkjunum en sem nemur íbúafjölda í Danmörku, þar búa 5,7 milljónir manna.

Egill Helgason, bloggari, vekur athygli á tilskipunum Bandaríkjaforseta. Hann birtir í pistli sínum þessar töflur sem hér eru til hægri og segir:

Tölur sýna glöggt hversu tilhæfulausar ákvarðanir Donalds Trump í innflytjendamálum eru, að þær byggja einungis á lýðskrumi, duttlungum og þjónkun við öfgaöfl. Þarna má sjá hversu þessar aðgerðir eru í raun algjörlega þarflausar, bjarga ekki mannslífum – miðað við til dæmis ef settar væru harðari reglur um notkun skotvopna.

Eyjan2Töflurnar innihalda hrikalega sláandi staðreyndir um hið stóra, margbreytilega og volduga ríki sem Bandaríkin eru. Þau eru svo sannarlega land þversagna.

Hinn almenni borgari er í mestri hættu vegna samlanda sinna. Byssur verða þar í landi jafnmörgu að aldurtila eins og umferðin. 

Tilskipun Donalds Trump hefur sáralítið að segja miðað við staðreyndir mála. Honum væri eflaust nær að leggja til atlögu á öðrum sviðum, draga úr byssuglæpum og umferðaslysum.


mbl.is Munu framfylgja tilskipun Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og hvað með Sameinuðu þjóðirnar? Ætlar Trump að meina fulltrúum þessara landa að mæta á allsherjarþingið?

Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2017 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maðurinn er kannski að læra af reynzlu annarra þjóða.
Svíþjóðar, kannski, eða Frakklands?  Kannski Belgíu eða Þýzkalands?

Kannski kannski.  Váfregnir hafa verið að berast þaðan - þó ekki með CNN.

Ekki veit ég hvernig vopnaeign kanans faktoroar inní þetta - sennilega er ástæða óvenju fárra morða þar miðað við höfðatölu og fjölmenningu þessi skotvopnaeign?

Hvað veit maður?

Það er kenning.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2017 kl. 17:26

3 Smámynd: Hörður Þormar

Eru ekki fleiri hér á Íslandi að falla fyrir eigin hendi en þeir sem látast af slysförum?

Hörður Þormar, 29.1.2017 kl. 17:52

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér finnst eftirtektarvert hve margir eru að skipta sér af innanríkismálum annara þjóða, Íslendingar þó síður sé undanteknir. Þætti gaman að sjá upplitið og umskrif ef við hefðum kosið yfir okkur "vitleysuna", sem við erum þó búin að gera trúlega oftar en einu sinni, að hálfu annara þjóða.

Hold your horses...

Sindri Karl Sigurðsson, 29.1.2017 kl. 20:23

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sindri Karl. Mér finnst það ekki afskiptasemi af innanríkismálum þóðar þó aðrir ræði þau. Það er alsiða og ekkert að því, jafnvel stjórnmálamenn tjá sig um stöðuna í öðrum löndum. Menn velta fyrir sér ástandinu í Saudi Arabíu, Afganistan, Noregi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Forðum daga skiptu Bandaríkjamenn sér af innanríkismálum í Vietnam, Honduras og víðar. Á þessu tvennu er reginmunur.

Já, útlendinga hafa mikið rætt og ritað um stöðu mála hér á landi og sitt sýnist hverjum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.1.2017 kl. 20:29

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég hefði talið mun umhugsunarverðara að ræða ekki t.a.m. Vesturbakkann og Gólanhæðir í öll þessi ár, í stað þess að nánast væla yfir því að forseti hafi verið kosinn í lýðræðislegum kosningum.

Pæling.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.1.2017 kl. 20:45

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

En ég er aftur á móti alveg sammála pistlinum hjá þér, merkilegt að hafa áhyggjur af hryðjuverkum í öðrum löndum, þegar þau eru innanhúss mein í boði þjóðfélagsins. Herveldi er ávallt herveldi, hvaða og hverskonar "charm og goodwill" það hefur í frontinum.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.1.2017 kl. 20:51

8 identicon

Hann hefur sagt að hann vilji leggja til atlögu á öðrum sviðum.  Hann hefur t.d. viðrað efasemdir sínar um ágæti Nató.  Þess vegna vilja menn losna við hann - ekki af umhyggju fyrir flóttamönnunum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 22:28

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Höfum i huga í þessu sambandi að engin ríkisborgari frá neinu þessara 7 landa hefur nbokkurb tíman tekið þátt í hruðjuverkaaðgerði í Bandaríkjunum. Það hafa hins vegar ríkisborgarar sumra annarra múslimaríkja sem ekki eru á listanum gert. Til dæmis voru 15 af þeim 19 sem framkvæmdu hryðjuverakaárásirnar á tvíburaturnana og Pentagon frá Sauki Arabíu en bannið nær ekki til ríkisborgara þaðan. En þau löng eiga hins vegar viðskipti við fyrirtæki í eigu Trumps. Hann á hins vegar ekki í neinum viðskiptum við þau lönd sem eru á listanum.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2017 kl. 23:11

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Er ekki nærtækara að taka þennan vinkil út frá bifreiðaeign í bandaríkjunum.  það falla miklu fleiri í bílslysum í BNA en í slysaskotum (og morðum) Það væri því hægt að stórauka öryggi í BNA með því að banna bara bíla. Að banna múslíma er ámóta gáfuleg nálgun á vandann. Held samt að menn séu eitthvað að miskilja þessar aðgerðir hjá Trump hann er ekki að fara drepa alla múslíma eins og menn reyndu að gera í Evrópu við gyðinga fyrir 70 árum, það á bara loka landamærum  BNA fyrir summum þjóðum í 12 vikur meðan stefna í landamæraeftirliti er endurskoðuðsmile

Guðmundur Jónsson, 30.1.2017 kl. 09:35

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jósef það hefur verið gert marg oft síðan að SÞ voru stofnaður að fulltrúi SÞ einhvers lands hefur verið meinað innganga til USA.

Góður þessi Hörður Þormar.

Góður þessi Guðmundur Jónsson 

Það er fjöldinn allur af fólki sem slasast.og deyr við það eitt að fara i bað eða sturtu til að þrífa sig. Eigum við þá að hætta að fara í bað eða sturtu?

Ég ættla að leifa mér að halda því fram að Trump er á réttum Kili, so to speak, í þessu tímabundnu banni á vegabréfsáritunum fyrir leifi að koma til USA á þessi 7 lönd. það má bæta við þessi lönd en þetta voru lönd sem Obama var með á lista yfir varasöm og hættuleg lönd og Trump fór eftir þessum lista við ákvörðunina sem hann tók.

Svona til að minna fólk á Obama setti bann í 6 mánuði á Íraka og Jimmy Carter setti bann á Írana.

Hættið þessu Trump hatri, eru flestir islendingar með Trumpfórbíu. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband