Mjök erum tregt tungu at hræra ...

DSC_0002 111114 Sólarlag, ÁrbakkasteinarMjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugar fylgsni.

Svo segir í hinu ódauðlega kvæði Egils Skallagrímssonar sem hann orti sorgum hlaðinn vegna dauða sonar síns. Skáldið segist orða vant, eigi erfitt með að tjá sig og ólíklegt að úr verði kvæði eða að hugsanir hans skýrist.

Agndofa hefur þjóðin fylgst með rannsókn lögreglunnar á hvarfi ungrar stúlku og örvæntingafullri leit björgunarsveita. Fátt annað hefur komist að í heila viku en fréttir af rannsókninni og leitinni. Svona atburður er sem betur fer einsdæmi en eitt skipti er samt einu of mikið. Sorgin er gríðarleg, ekki síst vegna þess að fráfall ungu stúlkunnar virðist ekki hafa verið nein tilviljun heldur skelfilegur glæpur ...

Lífið á að vera gott en þannig er það ekki alltaf. Umferðin tekur sinn toll. Andartaks óaðgæsla ökumanns veldur tjóni, slysum á fólki og oft dauða. Örstutt er síðan ung stúlka lést í bílslysi á Grindarvíkurvegi og heilt bæjarfélag syrgir hana.

Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks. Þetta er undarlega að orði komist en byggist á því að fólk þarf fylgist með hverju öðru. Við þurfum að sinn uppeldi barna okkar á þann veg að þau beri ævilangt virðingu fyrir lífi og heilsu annarra. Lífið er síst af öllu eins og frá er sagt í kvikmyndum eða tölvuleikjum; morð, limlestingar og ógnir.

Við þurfum líka að sjá til þess að öryggismálum sé sinnt eins og kostur er. Vegir séu öruggir, greint sé á milli akstursstefna, krossgötur séu hættulausar, brýr ekki einbreiðar og svo framvegis. Framar þarf ökukennsla að verða mun betri. Það er til dæmis hræðilegt að sjá unga ökumenn upptekna við að handleika síma í akstri og gefa um leið engan gaum að umhverfinu.

Dauði Birnu Brjánsdóttur þarf að skipta máli fyrir þjóðina. Við verðum að taka okkur taka og gera ungu fólki lífið bjartara og öruggara.

Ógæfufólkinu sem ber ábyrgð á dauða Birnu verður refsað, þó ekki sem hefnd heldur til að betrumbæta, gera það að nýtum samborgurum.

Um leið verðum við að átta okkur á því að ekkert þjóðerni og enginn kynþáttur ber ábyrgð á gjörðum einstaklings. Hver er sinnar gæfu smiður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Einmitt.

Ekkert þjóðerni og enginn kynþáttur ber ábyrgð á gjörðum einstaklings. Það er staðreynd.

Hver og einn á að vera frjáls til að vera sinnar gæfu smiður, óháð þjóðerni og kynþáttar.

Opinbera stjórnsýslukerfið hindrar því miður maraga unga einstaklinga í sinni gæfusmíði.

Ungum einstaklingum er bannað í 10 ára grunnskólaskyldu, (bannað af menntamálayfirvöldum), að vera sinnar eigin gæfu smiðir?

Svarti markaðurinn dópseljandi græðir á svona opinberum persónukúgunum barna í 10 ár.

Það kallast á óheflaðri Íslensku: siðspilltur heilaþvottur á skyldumætandi grunnskólabörnum, í 10 ár.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2017 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband