Píratinn McCarthy sem talar tungum tveim

SmáriNýkjörinn þingmaður Pírata, Smári McCarthy, gerði fyrir hönd Pírata tilraun til að mynda ríkisstjórn á Íslandi. Flokkurinn ætlar sér að breyta íslenskum stjórnmálum til betri vegar.

Ástæða er til að draga einlægni mannsins í efa og þar af leiðandi flokksins.

Götustrákar vaxa úr grasi og flestir breytast. Þeir læra nýja siði, þroskast og læra samskipti. Aðrir eru þó til sem ekkert nýtt læra og halda sig við það sem þeir best kunna og tileinkuðu sér á götunni. Þar gildir hávaðinn, lætin, eineltið, ofbeldið ...

Síst af öllu rökræður, yfirvegun kurteisi og gott viðmót.

Sá sem lætur hafa eftir sér formælingar á borð við þær sem birtast á meðfylgjandi mynd af Twitter getur varla verið vel innrættur.

Látum vera þó verðandi forseti Bandaríkjanna sé illa þokkaður og jafnvel vondur. Sá sem kann ekki að stilla orðum sínum í hóf á ekki að sitja á Alþingi Íslendinga. Og þar að auki bendir orðalag þingmannsins til þess eins að hann sé ekki vel að sér í enskri tungu, þrátt fyrir eftirnafnið. Mjög auðveldlega er hægt að tjá skoðanir sínar á ensku án þess að nota þetta heimskulega „f“ orð. Notkun þess sýnir bara innrætið.

Á vefritinu stundin.is skrifar Smári McCarthy, núverandi alþingismaður:

Hvers vegna þjóðarsálin er svo heiftug? Hvers vegna er svona erfitt fyrir fullorðið fólk að eiga samtal án þess að úr verði gífuryrtur leðjuslagur?

Síðar í sömu grein segir maðurinn:

En ég óttast að ef samfélagsumræðan bæði á Alþingi og í fjölmiðlum fer ekki að batna mun lítið duga til langs tíma að óska eftir skynsömum umræðum.

Það mun koma sá tími þar sem enginn hreinlega man hvernig á að færa rök fyrir máli sínu, vera kurteis og gagnrýninn, og jafnvel stafsetja einföldustu orð.

Já, þetta er sami maðurinn og skrifaði textann sem birtist á myndinni hér fyrir ofan. Hann er skrifaður 28. desember 2015, aðeins rúmum hálfum mánuði eftir að hann formælti Donald Trump.

Er hægt að treysta svona manni? Er hægt að treysta Pírötum?

Einn daginn formælir hann frambjóðenda í forsetakjöri í útlöndum og annan daginn hvetur hann til hófstilltrar umræðu hér innanlands. 

Á hreinni íslensku er svona maður kallaður tvöfaldur, tali tungum tveim, sé óútreiknanlegur.

Slíkum er ekki treystandi, síst af öllu á löggjafarþinginu.

Myndina af Twitter er fengin af grein á vefritinu pressan.is þar sem fjallað er um þingmanninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband