Maður nokkur verður fyrir því að Þorvaldur Gylfason hælir honum

ÞorvaldurÞau tíðindi gerðust í dag að Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, talaði hvorki illa um nokkurn mann né rægði í grein í Fréttablaðinu, sjá hér á visir.is.

Þvert á móti var greinin ein lofsaga um listamann nokkurn sem óumdeilanlega hefur skapað sér góðs orðs í listum en er þó umdeilanlegur í stjórnmálum. Hann situr nebbnilega í níunda sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður.

Sagt er að skrif Þorvaldar viti á gott. Aðrir taka þessum tíðindum mátulega og benda á fyrri greinar mannsins. Hann sé heiftúðugur, rætinn og hagræði iðulega sannleikanum lítilsháttar. Hið síðarnefnda er raunar talin hættulegust allra ósanninda, miklu verri en hálfsannleikurinn.

Hér er varla hægt annað en að hrósa Þorvaldi fyrir að hrósa listamanninum fyrir sýningu hans í Hirshhorn-safninu í Washington-borg. Það er eitthvað svo fjarska falleg þegar Þorvaldur sýnir gleði í skrifum sínum. Eitthvað svo fjarska, fjarska ... „Trúlegt“, botnaði maður sem átti leið framhjá og hló að mér um leið ...

Segi menn svo að Þorvaldur sé ekki uppspretta sannrar gleði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er nú smá rætni hjá þér í þessari grein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 13:46

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Pistillinn hrökk svona upp úr mér, alveg óforvarendis. Síst af öllu að ég vilji særa nokkurn mann, Ómar. Allra síst prófessor.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.12.2016 kl. 13:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei kannski ekki, hver vill það?

En rætnin liggur djúpt í eðli okkar, og við gleymum stundum að það sem einum finnst rætið, finnst öðrum satt og rétt, eða eins og mælt úr sínum munni.  Ætli maður kannist ekki við það að hafa skrifað pistla sem ekki stakt orð má finna sem ekki á rætur sínar að rekja til rætninnar, og fengið fyrir þá mikið hrós. 

Ekki það að fáir eru eins málefnalegri, og almennt sanngjarnir á hinu pólitíska bloggi og þú Sigurður, fyrir utan alla pistlana sem fjalla um hugðarefni þín.  En ég gat ekki stilt mig um að stríða þér á þessu.

Og eigum við ekki að vona að Þorvaldur hefði hrósað Ragnari þó hann hefði verið 9. maður á lista Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík.

Allavega hefði Þorsteinn bróðir hans gert það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 14:15

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

... eða Vilmundur, minn ágæti sagnfræðikennari úr MR.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.12.2016 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband