Sprungan meira en þriggja ára gömul
21.12.2016 | 16:03
Valahnúkur á Reykjanesi hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Hann er ekkert sérstaklega vel byggður, ef svo má að orði komast, og rofnar því auðveldlega. Í honum er móberg að mestu ásamt bólstrabergi og túffi.
Á hnúknum var reistur vitið árið 1879 en tuttugu árum síðar hrundið undan honum og var hann þá færður lengra inn í landið, á Bæjarfell, þar sem hann stendur núna. Síðar hefur mikið hrunið úr hnúknum. Ástæðan er án ef jarðskjálftar og þar að auki titringur vegna brims sem getur verið afar mikið.
Þann 10. október 2013 var ég þarna á ferð og tók þá meðfylgjandi mynd. Ég tók eftir því að sprunga hafði myndast sjávarmegin efst í Valahnúki. Ætlaði nú aldeilis að muna eftir að fylgjast með henni og taka myndir næst þegar ég kæmi á staðinn.
Síðan hef ég komið þrisvar sinnum og aldrei munað eftir sprungunni, jafnvel þegar ég hef farið upp á hnúkinn.
Núna birtir mbl.is frétt og myndir af sömu sprungu sem hefur aldeilis stækkað á þessum þremur árum. Búast má við því að innan árs kunni stykkið að falla.
Svona er þetta bara. Landið er i stöðugri mótun. Nýtt land myndast, það eldra breytist og svo er til að hafið gleypi hluta af því.
Til samanburðar er hér mynd úr mbl.is.
Myndir:
1. Efstu myndina tók ég fyrir þremur árum
4. Myndin er tekin í fjörunni undir Valahnúk og þarna sjást undirstöðurnar. Hafið hefur nagað úr þeim síðan ég man efir og byrjaði eflaust á því löngu fyrir mína tíð.
5. Vitinn á Bæjarfellinu.
Lokað eftir að sprunga tók að stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.