Borgarstjóri er ekki samstarfshæfur

Á miðjum fundi fengu full­trú­ar minni­hlut­ans loks eitt ein­tak af­hent af til­lögu borg­ar­stjóra í mál­inu með þeim skila­boðum að hún yrði af­greidd í lok fund­ar.

Til­lag­an er fimm blaðsíður að lengd og virðist borg­ar­stjóri hafa ætl­ast til þess að full­trú­ar minni­hlut­ans læsu hana sam­hliða öðrum mála­rekstri á fund­in­um.

Ekki var orðið við ósk full­trúa minni­hlut­ans um frest­un máls­ins til næsta fund­ar og að þeir gætu þannig full­nægt lög­boðnum skil­yrðum um að kjörn­ir full­trú­ar kynni sér gögn máls áður en ákvörðun.

Þetta segir í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem eru í minnihluta í borgarstjórn. Svona fer meirihlutinn með minnihlutann í borginni.

Ástæðan er einföld. Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn sjálfur, hatar Sjálfstæðisflokkinn og  alla fulltrúa hans. Hann ræðir helst aldrei við borgarfulltrúa minnihlutans nema í gegnum milliliði.

Skrifstofa borgarstjóra hefur yfir að ráða fjölda starfsmanna sem vinna að almannatengslum. Þeir hafa það eitt verkefni að sýna borgarstjórann og meirihlutann í jákvæðu ljósi. Þeir eig að draga upp þá mynd að borgarstjórinn sé gæðablóð en ekki heiftúðugur náungi.

Fyrir vikið halda flestir að borgarstjórinn og meirihlutinn sé góður og málefnalegur og vinni í nánu samstarfi við minnihlutann. Því miður er það ekki svo. Samvinnan er engin.

Aldrei gerist það að borgarstjóri komi til fulltrúa í minnihlutanum að fyrra bragði og óski eftir samvinnu. Minnihlutinn hefur lært að það þýðir ekkert að ræða einslega við borgarstjóra um eitt eða neitt. Hann er ekki til viðtals.

Borgarstjórn Reykjavíkur er í tvennu lagi, hin opinbera og hin óopinbera.

Í óopinberu borgarstjórninni fara fram umræðurnar sem máli skipta og þar eru ákvarðanirnar teknar fram í „reykfylltum bakherbergjum“ ráðhússins. Þar sitja gæðingarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar og ráða ráðum sínum. Enginn veit hvað þar er rætt.

Hin opinbera borgarstjórn er er afgreiðslustofnun og hefur það leiðinda verkefni að þurfa að hlusta á minnihlutann. Meira hvað meirihlutanum leiðist þetta lýðræðislega verkefni.

Það er því eftir öðru að borgarstjóri taki ákvörðun um borgarritara án nokkur samráð við minnihlutann og láti nægja að kasta í hann pappírspésa um þann sem var ráðinn.

Ljósi punkturinn er þó sá að ekki var hægt að ganga framhjá Stefáni Eiríkssyni þegar ráðið var í starfið. En um það fjallar ekki óánægja minnihlutans. Hún er um lýðræðið.

 

 


mbl.is „Stjórnsýslulegt hneyksli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt. Ég er sammála. Það er heldur engin furða í ljósi framgöngu og framkomu Dags og Hjálmars og þeirra nóta, þótt Samfó sé að deyja út og jafnvel BF líka. Ég skrifa fall beggja þingmanna Reykjavíkinga alfarið á reikning Dags og kompanís vegna framkomu þeirra gagnvart okkur borgarbúum, svo að sé nú ekki minnst á yngstu borgarana hérna, sem er náttúrulega til háborinnar skammar, svo ekki sé meira sagt. Foreldrarnir láta ekki bjóða sér svoleiðis lagað og eru ekki að kjósa svona jólasveina, sem haga sér svo, sem Dagur og þeir hafa gert. Ég á líka ekki von á öðru en stórkostlegu tapi Samfó í næstu borgarstjórnarkosningum. Gott ef hann þurrkast ekki út þá. Það væri þeim mátulegt, Degi og Hjálmari, fyrir framkomu sína gagnvart okkur borgarbúum fram til þessa. Ég segi ekki annað. Þetta er forkastanlegt, svo ekki sé meira sagt, og gengur ekki lengur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2016 kl. 22:36

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fyrirgefðu mér það núna Sigurður, að mér er í raun alveg sama um flokkapólitískar deilur borgarstjórnar. Alla vega í samanburði við það að Brynjólfur litli var tekinn af fjölskyldu sinni 5 dögum fyrir jól. Hann var fluttur á nýtt Breiðuvíkur-barnaníðings-heimili.

Einhverra hluta vegna er fjölmiðlum Íslands alveg sama um það barn í dag, sem þeir þóttust standa með af heilum hug, á fésabók-mótmælum á Austurvelli?

Er öllum bara sama um fátækra fjölskyldu-sundrunar-níðingsverk barnaverndaryfirvaldhafa?

Hvað er eiginlega í gangi? Heldur fólk virkilega að það sleppi svona létt frá að svíkja saklaust 5 ára barn um réttindi sín?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.12.2016 kl. 22:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ef það er húsnæðisvandi sem útilokar samveru 5 ára Brynjólfs litla með ættingjum, þá geta þau fengið að halda jólin heima hjá mér.

Ég verð ein um jólin, og það myndi gleðja mig að geta hjálpað fólki í svona barnaverndarnefndar kúgunarstöðu.

Ég veit ekki hvar ég kemst í samband við blessaða aðstandendur Brynjólfs litla, því það vill enginn svara spurningum mínum um hvar þau er að finna.

Svona hjartaskerandi meðferð á varnarlausum börnum á Íslandi er meiri sorg og niðurbrot, en kerfisins starfsfólk almennt virðist gera sér grein fyrir.

Svo er barninu sagt að foreldrið vilji ekkert með það hafa, þótt það sé ekki satt!

Svona byggir kerfið markvisst upp hatur hjá barninu gagnvart foreldrunum, sem er skelfilega glæpsamlegt lygaferli kerfisruglaranna. Þetta er góð aðferð við að ná börnum/unglingum á undirheimanna glæpafjármagnaða dópsölumarkað.

Veltu þessu fyrir þér Sigurður. Þú ert einn af samfélaginu, sem þarf að skilja í hvaða samfélagi þeir búa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2016 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband