Þeir sem sjá inn í framtíðina

Sagt er að jólasveinarnir viti hvað hver og einn fær í jólagj. Um það deilir enginn. Veðurfræðingar búa ekki til veður en þeir hafa rökstuddan grun um hvernig það verður næstu daga. Þeir sem búa yfir skyggnigáfu eða eru draumspakir teljast vita eitthvað um ókomna tíð. Þá eru upptaldar þær stéttir sem eitthvað vita um framtíðina.

Stjórnmálafræðingar segjast ekkert vita um framtíðina en engu að síður giska þeir hver um annan þveran í fjölmiðlum. Það mega þeir svo sem gera en enginn 

Nú hefur það gerst að fjölmiðill, vefritið pressan.is hefur, vitnar í einhvern sem ekki er stjórnmálafræðingur, heldur leikmann sem raunar er einn þekktasti álitsgjafi landsins. Haft er eftir Agli Helgasyni, fjölmiðlamanni, að ekkert sé að gerast í stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir:

Nú er staðan svo treg í stjórnarmyndunum að engar fréttir hafa verið af þeim í marga daga, engum þreifingum eða hugmyndum um hvernig eigi að leysa stjórnarkreppuna.

Þessi málsgrein er tær snilld, hugsunin bráðskýr. Mætti halda að Egill væri stjórnmálafræðingur. Furðulegt að enginn skuli hafa fattað að ekki sé búið að mynda ríkisstjórn.

Svo versnar í því því Egill sér fram í tímann rétt eins og hann sé jólasveinn, veðurfræðingur eða skyggn:

Ég skrifaði um það strax í sumar að stefndi í stjórnarkreppu eftir kosningar – ég talaði líka um að haldnar yrðu kosningar en í þeim yrði í raun enginn sigurvegari.

Egill hefði átt að leggja vekja athygli á þessum spádómi sínum í sumar, þá hefðum við getað sleppt því að efna til kosninga.

Nú þarf Egill að svara þeirri knýjandi spurningu hvort það taki því að efna aftur til kosninga eða dugar að hafa landið áfram með meirihlutalausri minnihlutastjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband