Þrír jarðskjálftar við Hjalteyri

Hjalteyri 1Fyrstu upplýsingar af sjálfirkum vef Veðurstofunnar um jarðskjálfta í Eyjafirði bentu til þess að tveir stóri skjálftar hefðu orðið á miðri Hjalteyri. Síðar kemur í ljós að upptök þeirra eru aðeins sunnar, raunar um 12 km suðsuðvestan við Grenivík. Sjá meðfylgjandi kort

Skjálftarnir voru raunar þrír:

  1. Kl. 9:41, vægur skjálfti, 1,1 stig, 11,6 km dýpi
  2. Kl. 9:44, snarpur skjálfti 3,5 stig, 12,3 km dýpi
  3. Kl. 9:49, nokkuð vægur skjálfti, 1,6 stig, 11,8 km dýi

Hjalteyri 2

Talið er mjög ólíklegt að skjálftar í Eyjafirði eigi upptök sín vegna eldvirkni. Fyrir utan er svokallaður Eyjafjarðarall sem er sigdalur og talið fráreksbelti sem einu sinni var virkt en er nú talið að sé dvínandi. Jarðskjálftarnir gætu einfaldlega verið tengdir því að jarðlög síga.

Stærstu skjálftar á þessu svæði hafa flestir verið á hafsbotni. Skemmst er þó að minnast svokallað Dalvíkurskjálfta sem varð í byrjun júní 1934 og er talinn hafa verið rétt rúmlega 6 stig. Upptök hans voru á hafsbotni, skammt utan við Dalvík en þar hrundu mörg hús og önnur skemmdust.

Bein loftlína milli Hjalteyrar og Dalvíkur er ekki meiri en 20 km.

 


mbl.is Jörð skelfur fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Hvers vegna ætli staðsetning skjálftans sé miðuð við Greinvík handan fjarðarins og talsvert utar? Samkvæmt kortinu hér er stærsti skjálftinn varla meira en 2-3 kílómetra suðvestan við Hjalteyri, jefnvel nokkurnveginn beint undir Pálmholti eða túnunum þar.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 19.12.2016 kl. 14:21

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Held að það sé örugglega vegna þess að þetta er sjálfvirkt kerfi og miðar við ákveðna punkta sem nálægastir eru. Ég mældi þetta á korti og fann út að fjarlægði var rétt en tölvan hjá Veðurstofunni pældi auðvitað ekkert í því að upptökin voru vestan Eyjafjarðar

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.12.2016 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband