Við sjáum nú til ...

Bjúgnakrækir telur líklegt að formenn stjórnmálaflokkanna gætu allir verið kallaðir til forseta Íslands og fengju þá allir eitt sameiginlegt stjórnarmyndunarumboð. Stakkjastaur telur allt eins líklegt að einn og einn formaður verði kallaður til forsetans. Kjetkrókur telur fullvíst að formenn stjórnmálaflokkanna haldi upp á jólin heima hjá sér.

Þá sagði Grýla: Hvernig í ósköpunum getið þið vitað eitthvað um það sem ekki hefur enn gerst?

Við sjáum nú til, sagði Bjúgnakrækir.

Lítil stúlka sagði síðasta sumar að jólasveinarnir kæmu til byggða fyrir jól.

Við sjáum nú til, sagði pabbi hennar. Hún reyndist sannspá.

Í sjónvarpinu sagði veðurfræðingurinn líkur á að nú fari kólnandi.

Við sjáum nú til með það.

Lítill drengur hélt því fram fyrir nokkrum árum að meiri líkur séu á því að það snjói að vetrarlagi en á sumrin.

Við sjáum nú til, sagði pabbi hans. Drengurinn hefur hingað til reynst sannspár.

Maður nokkur í kassaröðinni í Bónusinu sagði í símann sinn að nokkrar líkur væru á því að mynduð yrði ríkisstjórn fyrr eða síðar ...

Við sjáum nú til, sagði þingmaðurinn, sem ég lét vita af þessum ummælum.

Stjórnmálafræðingur við háskóla segist ekki viss um hvað forsetinn geri milli jóla og nýjárs.

Ég held að hann fari út að hlaupa ... en við sjáum nú til.


mbl.is „Sigurður Ingi gæti fengið áheyrn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband