Sjálfkrafa launahækkun án ábyrgðar er slæm

Þingmenn, ráðherrar og forseti teljast ekki stétt fólks eins og kennarar, smiðir eða hjúkrunarfræðingar svo dæmi séu tekin. Þessir aðilar fá að hámarki fjögurra ára ráðningarsamning, hann getur orðið styttri. Engu að síður er það algjörlega óásættanlegt að þeir fái að ákveð laun sín sjálfir. Þess vegna á kjararáð að ákveða laun þeirra.

Æðstu embættismenn þjóðarinnar eiga ekki heldur að ákveða laun sín. Hlutverk löggjafarþings er ekki að ákveða laun. Ráðherrar eiga ekki heldur að ákveða laun helstu samstarfsmanna sinna í ráðuneytunum, það fer ekki vel á því. Laun dómara eiga ekki að vera ákveðin af pólitískri stjórnsýslu, þá er hætta á spillingu. Þess vegna á kjararáð að ákveða laun þessara embættismanna. 

Svo er það allt annað mál að kjararáð ákveður laun fyrir fjölda fólks sem ætti að vera í launþegafélögum og þau eiga að semji um lauin eins og víðast tíðkast.

Hér hefur nú verið rakin ástæða fyrir því að kjararáð ákveður laun fjölda fólks. Auðvitað má endalaust deila um hver launin eigi að vera. Þó verður að taka það með í reikninginn að störf þessa fólks eru þess eðlis að skynsamlegra er að laun þeirra séu ákveðin af hlutlausum aðila.

Dómarar eru almennt á háum launum vegna þess að þá eru taldar minni líkur á spillingu eða að þeir þurfi að afla sér tekna með aukavinnu. Það er ekki talið samrýmast hlutleysi dómara að eiga tekjur sínar undir öðrum en ríkissjóði.

Í raun og veru ætti það sama að gilda um forseta, ráðherra, þingmenn og embættismenn. Það væri nú alveg óþolandi ef ráðherra fengið laun frá tveimur aðilum á sama tíma, einkafyrirtæki og ríkissjóði. Auðvitað geta þingmenn ekki heldur þjónað tveimur herrum. Hverjum væru þeir þá skuldbundnir? Hvar myndi trúnaður þeirra liggja?

Hér hefir ekki verið fjallað um launafjárhæðir. Líklega eru margir sammála ofangreindu en munu svo deila harðlega um fjárhæðir.

Nú hefur kjararáð birt úrskurð sinn. Forsetinn, ráðherrar og þingmenn snarhækka í launum, þvert á launaþróun í þjóðfélaginu. Þetta er svona nálægt því að vera sjálfkrafa launahækkun, eitthvað sem virðist gerast án þess að mannshöndin komi þar nærri. Hefði þessari launahækkun verið dreift á sex mánuði eða heilt ár hefði almenningur líklega ekki gert eins mikið mál úr þessu.

Vandinn er sá að lög um kjararáð eru einfaldlega ófullkomin. Þau taka ekki tillit til þróunar á launamarkaði. Með réttu ætti til dæmis að standa í lögunum að kjararáð mætti aldrei hækka laun um sem nemur tvöfaldri hækkun launa opinberra starfsmanna í síðustu kjarasamningum og þá miða við heilt ár í senn.

Jafnvel þó ákvörðun kjararáðs hafi að mörgu leyti verið réttlætanleg þá var hún röng vegna þess að hún fylgdi ekki launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta er ástæðan fyrir því að fólki ofbýður.

 

 


mbl.is „Neistinn sem kveikti í púðurtunnunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Sigurður. Ég hef ekki vit á hvernig laun fjölmargra starfs-stétta þessa lands eiga að mismununar-reiknast.

Það er lágmarkskrafa að nettó laun eftir skatt og lífeyrisþjófagjald dugi öllum þjóðfélagsþegnum til þess að geta hýst og hollustufætt sig og sína með launum fyrir vinnuframlag sitt.

Ég velti því fyrir mér hvað það tekur margar klukkustundir sólarhringsins fyrir þingmenn og ráðherra, að svara öllum þeim tölvupóstum sem þeim er ætlað að svara?

Væntanlega tekur það svo nokkuð margar klukkustundir sólarhringsins að semja frumvörp, og kynna sér öll þau dómsstólastýrðu og dómsstólalögmanna-sömdu frumvörp að lögum, sem þeim ber að greiða sitt eiðsvarna og upplýsta atkvæði um?

24. klukkustundir á togara í mánaðarlöngum fiskitúr í Smugunni fóru líklega betur með fjölskyldulífið, heldur en stjórnlaust og óskipulagt lögmannakúgaða þingstarfið.

Ég man ekki betur en að laun smuguveiðimanna hafi verið mjög góð, vegna þess að fjarveran var mikil og kostaði fjölskyldusamveru og fjarvistarfórnir.

Þannig eru líka langar fjarverur þeirra sem vinna á borpöllum í Norðursjónum líka verðmetnar og vel launaðar, vegna langrar fjarveru frá fjölskyldum og heimilum.

Hvað eru forstjórar og starfsmenn lífeyrissjóðanna og bakanna með margar klukkustundir á vinnustundarskránni sinni? Og hvað eru þeir með í tímalaun? Og fyrir hvað fá þeir sín ofurlaun?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2016 kl. 21:19

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Árum saman hafa ákvarðanir Kjararáðs verið umdeildar, en þær deilur hafa alltaf þagnað. 

Það verður gaman að sjá og skynja hver verður niðurstaðan af núverandi gagnrýni á ákvörðun kjararáðs.

En hvað skyldi ákvarða laun kjararáðs?

Hrólfur Þ Hraundal, 4.11.2016 kl. 21:21

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrólfur. Spurningar okkar eru margar og svörin vantar of oft. Eiginlega alltaf.

Fyrir hvað fær Kjararáð sín laun?

Og í hvaða bragga, og í hvaða fátækrahverfi býr skattrændur og launasvikinn þræll, sem borgar Kjararáðseinstaklingum laun af óverjandi framfærsluviðmiðunar-sviknum launum?

Hefur þetta hæstaréttar-stýrða lögmanna/fasteignasölu-lið Kjararáðs ekki lesið Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands?

Ísland er í dag löglaust ríki, með tilheyrandi glæpum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2016 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband