Sjálfstæðismenn eru ekkert hoppandi hrifnir af ríkisstjórn með VG

Sé Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á þeirri skoðun að flokkur sinn geti unnið með Sjálfstæðisflokknum, á hann að segja svo.

Æ, fleiri eru farnir að tala eins og véfrétt, draumaráðningarfólk, spámenn eða álíka lið sem veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn vill tala hreint út því þá er alltaf hætta á að hlutirnir þróist þvert á það sem spáð er. Betra er að tala í allar áttir til þess að geta síðar meir sagst hafa spáð rétt. Að minnsta kosti segist Steingrímur hafa séð hrunið fyrir og er hann þó ekki meðal frænkustu spámanna landsins.

En fyrst að Steingrímur hefur sagt að ekki skuli loka neinum dyrum er næst á dagskránni að segja það sem allir eru að tala um: Ríkisstjónrarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn kemur til greina ... Ekki blaðra út í allar áttir.

Steingrími til hugarhægðar skal það tekið fram að við Sjálfstæðismenn erum ekkert hoppandi hrifnir af ríkisstjórn með Vinstri grænum. Það er einfaldlega svo að okkur langar síður að leika við þá sem ítrekað hafa hrekkt okkur í sandkassanum.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veit mætavel um hug okkar Sjálfstæðismanna og að formaður flokksins myndi þurfa að leggja mikla vinnu á sig til að sannfæra okkur og ekki er víst að hann hafi árangur sem erfiði.


mbl.is Telur VG þurfa tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki frekar en VG liðar. ( altso ekki sáttir) Slökum aðeins á. Hættum þessum fréttasæknu fullyrðingum og gefum kjörnum fulltrúum svigrúm og tíma. Oft var þörf, en sjaldan meiri nauðsyn en nú, að gefa kjörnum fulltrúum tíma og leið til samræðna. Fréttamiðlarnir hafa nú ekki verið skörpustu hnífarnir í skúffunni, hingað til, svo það væri nú ekkert slæmt að þeir hreinlega grjóthéldu kjafti, næstu daga og gæfu réttkjörnum fulltrúum svigrúm til stjórnarmyndunarviðræðna, án sífelldra vitleysisinngripa þeirra fjölmiðlamanna og kvenna, sem nú virðast eiga sviðið með sínar pólitísku fullyrðingar, án nokkurs samhengis við niðurstöður kosninganna. Fjölmiðlaflórinn hefur náð nýjum lægðum, en finnur ekki fnykinn af sjálfum sér, frekar en í aðdraganda Hrunsins.  

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.11.2016 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband