Viltu vinna milljarð og vinninginn heim ...

Hér er einstaklega gott dæmi um arðvænlegan og skemmtilegan samkvæmisleik. Að vísu er aðgangur að honum takmarkaður, ekki fyrir mig og mína líka. Þeir sem fá leyfi til að leika sér geta búist við miklu fjöri. Að vísu kunna lífsskilyrði okkar hinna að skerðast eitthvað, en það skiptir engu máli. Einhvers staðar þurfa peningarnir að vera. E'þaki?

Leikurinn er útlistaður á Fésbókarsíðu Ragnars Önundarsonar:

Viltu "vinna" milljarð ? Viltu svo "vinninginn heim" ? Þá er þetta aðferðin:

    1. Þú stofnar „eignarhaldsfélag“ og tekur milljarð að láni hjá kunningja þínum í bankanum eftir að hafa borgað "bónus" til hans með "þóknun skv. gjaldskrá".
    2. Þú stofnar „aflandsfélag" í Panama eða Tortóla með aðstoð kunningja þíns í bankanum og millifærir það sem eftir er af milljarðinum þangað.
    3. Þú sérð enga leið til að eignarhaldsfélagið geti borgað afborganir og vexti og það fer í þrot. Bankinn afskrifar lánið þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað varð um peningana og hvert þeir fóru. Þú borgaðir svo góðan „bónus" að þeir fara ekki að vera með nein leiðindi.
    4. Til öryggis stofnarðu fleiri aflandsfélög með aðstoð erlends banka og millifærir áfram nokkrum sinnum í þeirri von að það „snjói í sporin". Allt kostar þetta og þú þarft nú sjálfur að lifa eins og aðrir, svo nú "áttu" bara 900 millur.
    5. Þú bíður í nokkur ár en svo sérðu tilboð Seðlabankans um að taka þátt í gjaldeyrisútboði. Þú tekur því og færð þriðjungs ábót á „vinninginn" og átt allt í einu 1.200 milljónir. Seðlabankinn tryggir þèr nafnleynd svo ekki sé unnt að lesa saman nöfn þáttakenda við afskriftalistana.
    6. Þú kaupir þér teinótt jakkaföt og gerist „fjárfestir". Ásamt félögum þínum kaupir þú banka af ríkinu, sem gleðst yfir vel heppnaðri einkavæðingu og lýsir yfir sigri og fagnar að samkeppni virðist komin í bankaþjónustu
    7. Þú ert kosinn formaður bankaráðs og lætur bankann sinna ýmsum menningar- og velferðarmálum og flytur ávörp af því tilefni.
    8. Þú ert sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í boði hjá Forseta Íslands.
    9. Þú gerir samkomulag við kollega þína í hinum bönkunum um að bankarnir láni ykkur í kross, svo þið þurfið ekki að skulda í eigin banka. Það er ekkert óeðlilegt við það, þú ert jú „fjárfestir".
    10. Þú tekur 10 milljarða að láni og ... sjá liði 1-8, nema nú er það Stórriddarakross auðvitað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og er thví midur ennthá ad gerast.

Ekki haegt ad orda thetta betur.:)

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.4.2016 kl. 16:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þetta er að gerast á ykkar vakt, og þið gerið ekkert í þessu.

Fyrst stöðugleikaframlagið, og núna hið fyrirhugaða gjaldeyrisútboð í anda þessarar svikamyllu sem Ragnar lýsir svo vel.

Hvað ætlið þið sjálfstæðismenn lifa lengi á því að kenna Steingrími um allt??

Það er eins og þið tilheyrið ekki lengur þessari þjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2016 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband