Kaldrifjað að reka fólk út á guð og gaddinn

Enn og aftur sendum við að því er virðist gott og vandað fólk úr landi, fólk sem flestir myndu ætla að geti komið að miklu gagni, dugandi fólk. Og ekki nóg með það. Reglurnar eru þannig að engum kemur það við hvað verður um fólkið, hvort það lendir á götunni eða í enn verri aðstæðum heldur en hægt er að ímynda sér. 

Vitað er að fjölmargir þeirra sem koma hingað til lands og þykjast vera á flótta en er sannarlega vandræðafólk, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Sumir eru ekki til friðs, hvorki á þeim stað sem það er vistað eða annars staðar í samfélaginu.

Fjölmargir segja að lögin eigi að ráða en ekki mat einhverra á aðstæðum og einkennum þeirra einstaklinga sem um ræðir. Þetta er kaldrifjað viðhorf sem og framkvæmdin. Samt metum við fólk daglega, hæfni þess og lunderni. Af hverju skyldi ekki vera hægt að meta hjartalag þess fólks sem sækir hér um landvistarleyfi? Eða eiga gagnaugun ein að gilda?

Mér finnst útilokað að hægt sé að sætt sig við að heiðarlegu og góðu fjölskyldufólki sé vísað á dyr. Það er siðferðilega rangt að vísa fólki út á guð og gaddinn. Í þeim verknaði felst enginn kristilegur kærleikur sem svo margir vilja trúa að þjóðfélag okkar byggist á.

Þvert á móti er þetta rangt og gengur þvert á það sem manni var innrætt í æsku og allar götur síðan.

Finnst fólki þetta háttalag í lagi? Ef svo er ekki, af hverju heyrist engin rödd mótmæla?


mbl.is Seldu gullhring fyrir svefnstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband