Lof sé vinstri stjórninni ... fyrir ađ loka ekki sjúkrahúsum og skólum
14.4.2016 | 13:42
Íslendingar hafa löngum elskađ vísur og ekki síst öfugmćlavísur ţó varla svo ađ menn hafi lagt nokkurn trúnađ á ţćr. Ţessi er eftir Bjarna Jónsson sem nefndur var Borgfirđingaskáld (1560-1640).
Í eld er best ađ ausa snjó,
eykst hans log viđ ţetta,
gott er ađ hafa gler í skó
ţá gengiđ er í kletta.
Engin öfugmćli eru ţađ ađ ţegar Stalín dó grétu margir hér á landi af ţví ţeir trúđu ekki Moggalyginni um ţann ljúfa landsföđur. Nú mćla fćstir honum bót enda ljóst ađ hann var fjöldamorđingi ţó hann tćki ekki í gikkinn sjálfur.
Ekki heldur eru ţađ öfugmćli ađ Leoníd Brésnev, ađalritari sovéska kommúnistaflokksins dó 1982 og svo leiđ ţó nokkur tími áđur en hann lét af embćtti. Ţannig gerst sumir ţausćtnir.
Sú ríkisstjórn sem féll međ brambolti í kosningunum 2013 er sögđ hafa veriđ fyrsta vinstri stjórnin hér á landi sem ríkti í heilt kjörtímabil. Ţađ mun líklega vera rétt fyrir utan ţá stađreynd ađ hún dó drottni sínum eftir tvö ár en hún trúđi ekki fréttum um andlát sitt og tórđi ţví áfram. Ţetta eru engin öfugmćli.
Galvaskur riddari birtist fyrir stuttu á Fésbókinni og fór međ öfugmćlaţulu um afrek vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, ţađ er ţeirrar sem féll en ríkti ţó áfram. Riddarinn, Ţorvaldur Örn Árnason, kveđur ţessa ţulu (feitletranir eru ritstjóra):
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vann afrek viđ verstu ađstćđur. Viđ skulum vera henni ţakklát. Fyrir ađ bjarga Íslandi frá fullkomnu gjaldţroti og íbúunum landsins frá ánauđ og langvarandi niđurlćgingu á alţjóđavettvangi, fyrir ađ lćkka rekstrarhalla ríkissjóđs úr 216 milljörđum í 4 milljarđa án ţess ađ kollkeyra samfélagiđ,
- fyrir ađ verja velferđarkerfiđ,
- fyrir ađ loka ekki sjúkrahúsum og skólum eins og ađrar ţjóđir hafa gert,
- fyrir ađ hafa náđ ađ lćkka skuldir heimila ţannig ađ ţćr eru nú á sama róli og var áriđ 2006,
- fyrir ađ hafa náđ ađ draga svo úr atvinnuleysi ađ ţađ er hvergi minna í Evrópu,
- fyrir ađ hafa lćkkađ verđbólgu úr 20% í tćp 4%,
- fyrir ađ hafa náđ vöxtum úr 18% í 5%,
- fyrir ađ draga svo úr fátćkt á Íslandi ađ ţađ er minna en var í góđćrinu,
- fyrir hagvöxtinn sem er einn sá mesti í Evrópu,
- fyrir landsdóminn,
- fyrir ađ hafa gert ungu fólki kleift ađ stunda nám í stađ ţess ađ vera atvinnulaust,
- fyrir ađ láta velferđarkerfiđ virka ţrátt fyrir Hruniđ,
- fyrir ađ hafa lagt tugi milljarđa til skuldamála heimilanna,
- fyrir ađ greiđa niđur ţriđjung vaxta hjá skuldugum heimilum,
- fyrir ađ hafa endurskođađ regluverkiđ utan um fjármálakerfiđ,
- fyrir ađ fćkka ráđherrum úr 12 í 8 og endurskipuleggja áđur hálf ónýtt og lamađ stjórnkerfi,
- fyrir ađ afnema sérréttindi ráđherra sem sett voru í tíđ hćgrimanna,
- fyrir ađ samţykkja rammaáćtlun,
- fyrir ađ lögfesta barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna,
- fyrir ađ setja ný náttúruverndarlög,
- fyrir ţjóđaratkvćđagreiđslu um nýja stjórnarskrá,
- fyrir kosningar til stjórnlagaráđs,
- fyrir ađ setja veiđigjöld á sjávarútveginn,
- fyrir ađ endurskođa ţingsköp og auka vćgi minni hlutans á ţingi,
- fyrir strandveiđarnar,
- fyrir ađ verja rétt landsins vegna makrílveiđa,
- fyrir breytingarnar á skattakerfinu,
- fyrir ţrepaskipta skattkerfiđ,
- fyrir auđlegđarskattinn,
- fyrir ađ tvöfalda fjármagnstekjuskattinn,
- fyrir ađ fćra skatta á fyrirtćki til samrćmis viđ ţađ sem annarsstađar gerist,
- fyrir stćkkun Vatnajökulsţjóđgarđs,
- fyrir friđun landsvćđa,
- fyrir ađ koma í veg fyrir fólksflótta frá landinu vegna Hrunsins,
- fyrir ađ setja lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyritćkjum,
- fyrir ađ hafa dregiđ úr ójöfnuđi í landinu,
- fyrir ađ afnema ráđherraskipanir dómara,
- fyrir ađ hefja táknmál til vegs og virđingar,
- fyrir ađ gera hćfniskröfur til Seđlabankastjóra í fyrsta skipti í lýđveldissögunni,
- fyrir ađ setja ríkisstjórninni og stjórnarráđinu siđareglur,
- fyrir ađ stórauka vćgi umhverfisverndar í stjórnarráđinu,
- fyrir ađ jafnrétti á Íslandi mćlist nú meira en í nokkru öđru landi,
- fyrir ađ auka vćgi skapandi greina,
- fyrir stuđning viđ kvikmyndagerđ,
- fyrir stuđning viđ menningu og listir,
- fyrir fjárfestingaráćtlunina sem gerir ráđ fyrir 40 milljörđum í margskonar framkvćmdum á nćstu árum,
- fyrir ađ styđja vel viđ tćkni- og hugverkageirann,
- fyrir grćna hagkerfiđ,
- fyrir ađ innleiđa kynjađa hagstjórn,
- fyrir ađ hefja byggingu nýs fangelsis,
- fyrir ađ leggja aukiđ fé til tćkjakaupa á sjúkrahúsum,
- fyrir vegaframkvćmdir og fleiri verklegar framkvćmdir,
- fyrir ađ ráđstafa nú hćrra hlutfalli til velferđar- og félagslegra mála en gert var í góđćrinu,
Ţetta eru fögur eftirmćli. Eitthvađ var ég nú ađ malda í móinn og birti lista yfir dóma á ráđherra vinstri stjórnarinnar, ţruglađi eitthvađ um Icesave og annađ. Auđvitađ sagđi Ţorvaldur ađ ţetta vćri lygi hjá mér sem er mjög líklegt
Nú, mér finnst vanta nokkrar fjađrir inn í upptalningu Ţorvaldar, hins sérlega ađdáanda vinstri stjórnarinnar. Hér eru nokkrar:
- fyrir ađ stuđla ađ vori eftir kaldan vetur
- fyrir ađ hćkka laun forstjóra Landspítalans
- fyrir aukinn grasvöxt á túnum landsins
- fyrir sólina sem vermir alţýđu landsins
- fyrir norska seđlabankastjórann
- fyrir leyfa svo mörgum ađ vera ráđherra
- fyrir kaupin á Sjóvá
- fyrir ađ gefa kröfuhöfum Íslandsbanka og Arion banka
- fyrir leyniherbergiđ í ţinginu
- fyrir ÁrnaPáls-lögin
- fyrir ađ lćkka atvinnuleysiđ međ ţví ađ knýja fólk til ađ flytjast úr landi
- fyrir ađ láta embćttismenn sinna bókhaldi ríkissjóđs
- fyrir ađ veita nýju bönkunum 25% afslátt af íbúđalánum
- fyrir ađ leyfa nýju bönkunum ađ rukka heimilin ađ fullu ţrátt fyrir afsláttinn
- fyrir ađ skattleggja ţjóđina svo ađ um 16 ţúsund manns áttu ekki fyrir nćgum mat
Annars vćri ráđ fyrir áhugasama ađ líta á ţennan lista sem Ţorvaldur Örn Árnason segir lygi og meta međ sjálfum sér hvort svo er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.