Hornreka Ugluspegilsdóttir giftist Jóni Góða sem er vondur gæi

Mannanafnanefnd veit ekki að einhverjir gárungar eru að gera at í henni. Engum myndi detta í hug að skíra barnið sitt Ugluspegill, hvað þá Silfru ... Jæja, kannski fyrirfinnast einhverjir sem gætu viljað að afkomendi þeirra heiti Silfra Ugluspegilsdóttir.

Ég er þess fullviss að klúbbur bráðfyndinna náunga skemmira sér hið besta við að senda nafnamannanefndinni tillögur um nöfn. Svo mikil gæðablóð sitja í nefndinni að alltaf skulu nefndarmenn svara af sömu alvöru, alúð og kurteisi sem fyrr.

Eflaust kann það að vera dæmi um hingnun málsins ef maður sem er bæði fauti og glæpon í þokkabót geti verið með millinafnið „Góði“. Sem betur fer getur hann Jón Góði Jónsson ekki skírt son sinn Eldflaug. Skammt væri þá í það að Eldflaug Jónsdóttir ætti barn sem skírð væri Skrúfjárn Ugluspegilsdóttir eða jafnvel Klíputöng. Verra væri ef kát, hress og félagslynd kona í ótal kórum og kvenfélögum héti Hornreka, nú eða þá að hún næði sér aldrei á strik vegna nafnsins.

Þó ég hafi mikla samúð með mannanafnanefnd eða heitir hún nafnamannanefnd ... get ég ekki varist þeirri hugsun að best væri að leggja hana niður og um leið rýmka heimildir fólks til að  fá nafni sínu breytt. Gæti vel trúað að þegar hún Hornreka kemst til vits og ára myndi hún vilja breyta nafni sínu í eitthvað venjulegt, til dæmis Guðrún.


mbl.is Nafnið Ugluspegill samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

væri ekki GULLA ggullssafnara lika flott ''sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.4.2016 kl. 21:49

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll Sigurður. Gegn um tíðina hefur maður rekist á skrítin nöfn, sérstaklega karlmannsnöfn. Í hugann kemur mér nöfnin Ljótur og Drengur. Báðum þessum mönnum með þessi nöfn kynntist ég líllega, en sannast sagna náði aldrei að gúddera nöfnin sem slík, þó ungur væri. Fannst ekki alveg korrekt að heita þessum nöfnum. Er að mestu sammála sem þú segjir. Mín skoðun er, ekki nefna barn, sem þú sjálf/ur villt ekki heita:)

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við eigum ekki að hafa samúð með fólki sem tekur sér á hendur verk sem eins og að sitja í mannanafnanefnd. 

Slík verk tekur enginn að sér af góðmennsku.

Þarna liggur að baki ólýsanleg sjálfumgleði og hroki,  að trúa því sjálfur /sjálf þú hafir meira vit á því hvað börn fólks sem þú veist ekkert um heita.

Guðmundur Jónsson, 14.4.2016 kl. 09:17

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Af hvaða hvötum tekur fólk að sér að sitja í mannanafnanefnd? Guðmundur. Ég hef mikið álit á því fólki sem situr þar. Þar að auki dytti mér ekki til hugar að ráðast að því ágæta fólki.

Hef einnig þá skoðun að flest fólk sé gott ... nema auðvita það sem slær um sig með sleggjudómum um sjálfumgleði og hroka. Ljótt að tala þannig. Jú, og fólk sem ekki hefur skopskyn, skilur ekki kæruleysisleg blogg. Slíkt fólk getur ekki verið gott. Þú, Guðmundur, ert auðvitað réttmæt undantekning.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2016 kl. 09:35

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tek undir með þér, Jónas Ómar um það sem þú segir í niðurlaginu. Hins vegar er ljótur þekkt nafn úr fornsögunum. Minnir að merking þess sé sá sem er dökkur yfirlitum, ekki ófríður eins og merkingin er nú til dags.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2016 kl. 09:37

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er sammála því að fólk sé almennt gott. En

Gott fólk treður ekki skoðunum sínum upp á náungan.

Gott fólk brýtur ekki sjálfsögð mannréttindi annarra til þess að þóknast sínum smekk.

Guðmundur Jónsson, 14.4.2016 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband