Veit Svanur Kristjánsson eitthvað eða skrökvar hann vísvitandi?

Í ljósi síðustu upplýsinga um framferði ríka 1% fólksins er óhætt að fullyrða að hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun greiða atkvæði gegn vantrausti á forsætisráðherra. 

Hyldjúp gjá hefur myndast á milli þorra þjóðarinnar og þingmeirihluta/ríkistjórnar. Forseti Íslands má ekki -að mínu mati - sitja hjá aðgerðarlaus. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands handvaldi Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. 

Hann situr svo lengi sem forsetanum þóknast. Í valdi forsetans er að skipa nýja ríkisstjórn -síðan yrði rofið þing og boða til nýrra þingkosninga.

Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands á Facebook síðu sinni (greinskil eru mín).

Hann er þekktur fyrir að hafa sjaldan farið með rétt mál og undir yfirskini „stjórnmálafræða“ iðulega rekið erinda þeirra flokka sem hann styður á hverjum tíma og raunar sjálfur tekið þátt í stjórnmálum. Hann hefur sjaldnast verið marktækur en þó iðulega hampað af Ríkisútvarpinu.

Í ofangreindri tilvitnun, sem er raunar allt það sem hann sagði á Facebook, eru sex atriði sem flokkast sem rangfærslur og tilbúningur. Svanur má eiga það að þetta er ótrúlegur árangur í ekki lengri texta. Hins vegar er viljinn til ósannsögli greinilegur.

  1. Svanur veit ekkert hvernig þingmenn sjálfstæðisflokksins muni greiða atkvæði komi fram vantraust á forsætisráðherra. Fræðingurinn giskar þarna eins og svo oft áður.
  2. Svanur giskar á að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Gamalkunnugur talsmáti þeirra sem ekkert vita.
  3. Svanur vill að forsetinn skipi reki núverandi ríkisstjórn og myndi aðra. Annað hvort er Svanur þarna að skrökva eða hann veit ekki betur. Forsetinn hefur ekkert leyfi til að segja ríkisstjórn upp. Þar að auki myndar forseti ekki ríkisstjórn upp á sitt eindæmi.
  4. Forseti Íslands „handvaldi“ ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Forseti rökstuddi það með þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn hafi unnið stærri sigur í síðustu alþingiskosningum en aðrir.
  5. Svanur heldur því fram að forsætisráðherra sitji svo lengi sem forseta þóknist. Þetta er einn eitt stórsvig Svans framhjá sannleikanum
  6. Forseti getur ekki rofið þing meðan starfhæfur meirihluti er á Alþingi. Ótrúlegt að Svanur skuli halda þessu öðru fram, þvert gegn því sem rétt er.

Svanur Kristjánsson og sannleikurinn eiga greinilega ekki samleið. Sá er ekki merkilegur pappír sem hallar réttu máli, jafnvel þó hann skreyti sig með með prófessorstitli og menntun í stjórnmálafræði.

Eiginlega er aumasta við Facebook færslu Svans að vefmiðillinn pressan.is skuli lúta svo lágt að segja frá henni. Pressan hækkar ekki í áliti við tiltækið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband