Íbúðir við Miklubraut - hávaði, svifryk og svo allt hitt rykið
13.3.2016 | 21:26
Þeir vita sem reynt hafa hversu slæmt er að búa við miklar umferðagötur. Umferðin um Miklubraut er gríðarlega mikill, nær allan sólarhringinn. Engum er greiði gerður með því að byggja hús því sem næst á á henni, skiptir engu máli þó hið formlega heimilisfang sé Sogavegur 73-75. Byggingin sem þarna á að rísa er jafn mikið við Miklubraut eða á áhrifasvæði Miklubrautar.
Íbúðarhúsnæði við mikla umferðagötu eins og Miklubraut verður hriklalega slæmt. Ég þekki það, bý alltof stutt frá Kringlumýrarbraut. Gallarnir verið miklar umferðargötur eru þessir:
- Þungur umferðarniður, oft mikill hávaði í lögreglu- og sjúkrabílum, púströrslausum bílum og svo framvegis. Svefnfriður verður sáralítill.
- Svifryk verður til mikils vanda. Fyrr eða síðar mun hluti af Miklubraut enda uppi í nösunum á íbúunum.
- Ryk frá Miklubrautinni mun leita inn í íbúðir. Ekki verður hægt að hafa opna glugga.
Getur einhver nefnt kostina við að búa því sem næst á Miklubraut? Þeir eru að minnsta kosti afar fáir.
Næst má auðvitað búast við að borgarstjórnarmeirihlutinn, sem einhverra hluta vegna vill þrengja byggð í Reykjavík, líklega vegna plássleysis á landinu, muni skipuleggja íbúðabyggð á rúmgóðum umferðareyjum, já þær verða þá bókstaflega rúmgóðar.
Svo má alltaf þétta byggðina með því að fækka akreinum, til dæmis á Miklubrautinn. Rúmast þá fleiri íbúðir á umferðareyjum og svifrykið verður minna.
Vilja tvö fjölbýlishús við Sogaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi heiladauðu áform verður að stöðva með öllum ráðum. Það er beinlínis bjánalegt að byggja 3ja hæða fjölbýlishús á þessum stað. Það er líka nóg byggingarland í yztu úthverfunum norðan Elliðaáa.
Aztec, 13.3.2016 kl. 22:04
Sé hugmyndin nógu fáránleg, með tilliti til nánast alls, er varðar skynsamlegt borgarskipulag, fellur núverandi borgarstjórnarmeirihluti í trans, sökum ánægju með hugmyndina. Á þessum stað mætti draga verulega úr svifriki á Sogaveginum, með byggingu þriggja hæða fjölbýlishúss á umferðareyjumni. Þannig bærist ekki nema helmingurinn af svifrykinu yfir á íbúana þar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.