Utanríkisráðherra ræður fluglæsa níu ára stúlku sem aðstoðarmann

EvaEftirfarandi tilkynning var í kvöld send frá utanríkisráðuneytinu til fjölmiðla:

Eva Adamsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra. Um er að ræða hálft starf. Eva er 9 ára og stundar nám við grunnskólann á Sauðárkróki.

Hún var í fjögur ári í Leikskólanum Brúsabæ í Hjaltadal og lauk þaðan námi sínu með lofsamlegum ummælum leikskólastjóra og þriggja fóstra. Hún hefur að auki passað litla bróður sinn frá því hann fæddist í samvinnu við móður sína.

Eva hefur farið nokkrum sinnum alein út í búð og keypt mjólk. Því til viðbótar fer reglulega út með ruslið. Hún hefur ofsalega oft farið með pabba sínum og mömmu til útlanda og til dæmis hefur hún tvisvar komið í Tívolí í Kaupmannahöfn.

Nám sitt mun Eva stunda meðfram starfinu hjá utanríkisráðherra. Þó mun hún ekki vegna anna getað farið út með ruslið fyrir foreldra sína.

Utanríkisráðherra segist hlakka til að vinna með Evu og telur hana hafa margt fram að færa í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráðherra. Hún sé til dæmis alveeeeg fluglæs og skrifandi.

Af einföldum ástæðum er ofangreind frétttilkynning birt á þessum vettvangi. Ritstjóri muni ekki tjá sig um ráðninguna að sinni. Þó er óhætt að fagna því að utanríkisráðherra velji ungt fólk fram yfir eldra fólk í störf í ráðuneytinu enda ljóst að aldur, reynsla og þekking eru algjörlega ofmetnir þættir í stjórnsýslu og pólitík.

Myndin af Evu var tekin í dag í utanríkisráðuneytinu en hún hefur þegar hafið þar störf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eins gott að hún er fluglæs, því að vaxandi efasemdir eru uppi um það, hvort ráðherrann sé það, sbr. makrílmálið og ESB-málið.

Jón Valur Jensson, 9.2.2016 kl. 00:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2016 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband