Skilur Birgitta að aðlögunarviðræður eru ekki samningaviðræður?

Hversu oft þarf að endurtaka þá staðreynd svo skiljist að síðasta ríkisstjórn var ekki í samningaviðræðum við Evrópusambandið heldur aðlögunarviðræðum.

Afar mikilvægt er að stjórnmálamenn sem og aðrir átti sig á muninum á orðalaginu.

Á ensku nefnast þær Accession negotiations. Þær eru fyrir ríki sem ætla sér að ganga inn í ESB. Þetta eru ekki samningaviðræður og ESB varar beinlínis við þeirri túlkun enda býður sambandið ekki upp á samninga um aðild. Í þessu er sá „ómöguleiki“ falinn sem ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa talað um.

Sem sagt, það er ekki hægt að fara í aðrar viðræður en þær sem enda með aðild að ESB. Samningaviðræður um aðild að ESB eru ekki til samkvæmt reglum sambandsins.

Grundvallaratriðin ESB eru sett fram í 35 köflum og Ísland þarf að sýna og sanna í umræðum um hvern þeirra að það hafi tekið upp lög og reglur ESB. Þetta þarf samninganefnd ESB að samþykkja og löggjafarþing allra 27 ríkja sambandsins. Ekkert annað er í boði en það sem stendur í Lissabon-sáttmálanum sem er nokkurs konar stjórnarskrá sambandsins. Í því eru aðlögunarviðræðurnar faldar.

Þær undanþágur sem einstök ríki hafa frá lögum og reglum ESB eru afar léttvægar og skipta sáralitlu máli í samanburðinum við stóru málin eins og sjávarútvegsmál okkar. 

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður, getur vissulega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Hún verður samt að gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um einhvern samning sem aldrei var gerður og verður aldrei gerður.


mbl.is „Þráðurinn er rofinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hérna er aðildarsamningurinn á íslensku:

Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

Annar samningur er ekki og verður aldrei í boði.

Ekkert er því til fyrirstöðu að kjósa um hann hvenær sem er!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2016 kl. 17:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birgitta gleymir því að hún greiddi atkvæði gegn þjóðaratkvæðum um umsóknina á sínum tíma. Mér finnst harmagrátur hennar bera vott um æði mikla tvöfeldni.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2016 kl. 17:31

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er allavega gott að vita að Píratar eru officialt ESB sinnar og í raun bara hamskiptaflokkur Samfylkingarinnar, enda hafa þeir tekið fylgið af þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2016 kl. 17:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer þá hafa Píratar núna samþykkt stefnu í þessu máli sem felur það í sér að ekki skuli sækja um aðild að nýju, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, eða með öðrum orðum að almenningur eigi að ráða því en ekki stjórnmálaflokkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2016 kl. 17:37

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta að "kíkja í pakkann" er ennþá slagorð ESB-sinna. Virðist vonlaust að koma þeim í skilning um að pakkinn hafi alltaf verið opinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2016 kl. 17:46

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðmundur, þakka fyrir linkinn á stóra samninginn. Að vísu er ekki alveg rétt að hægt sé að kjósa um hann hvenær sem er. Fyrst þarf að fara í gengum aðlögunarviðræðurnar en þær eru ekki til annars en að ESB geti fullvissaði sig um að lög og reglur sambandsins hafi verið teknar upp hér á landi. Þú vissir þetta svo sem.

Hafi Píratar sett það í stefnuskrá sína að ekki skuli sækja um aðild að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þá eru þeir með nákvæmlega sömu stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn, og eins orðaða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.2.2016 kl. 17:50

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Jón Steinar. Ekki vissi ég að Birgitta hafi kosið gegn tillögu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er að vísu ekki ofarlega í mínum hugsunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.2.2016 kl. 17:52

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gunnar, það er þetta með að kíkja í pakkann er eiginlega mesta skrök í íslenskri pólitík, fyrr og síðar. Og öllum finnst það bara allt í lagi af því að lygin var svo sennileg.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.2.2016 kl. 17:54

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það eru allavega ofvitar bæði í já og nei sinnum um hvað samningaviðræður við ESB tákna. Sennilega vegna þýðinga á flóknum orða og orðasamböndum who know. Eitt er samt fullkomin STAÐREYND. Króatía, það land sem síðast gekk í ESB árið 2013, þurfti áður en eithvað var endanlega staðfest, að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var, um þann samning sem lá fyrir. 2011 var þjóðaratkvæðagreiðsla í Hollandi um það hvort þeir vildu vera áfram eða segja sig frá ESB, STAÐREYND, sem þíðir að lönd geta, hugnist þeim það, sagt sig frá ESB. England er að íhuga það sama. Spunameistarar eru í því að rugla fólk, stundum hreinlega að ljúga að fólki. þessi umræða er orðin svoooo þreytt, að enn mikilvægara er að hafa um þetta mál þjóðaratkvæðagreiðslu, sem sker endanlega úr um það, hvort íslendingar vilji ljúka samningum við ESB eða ekki. Það hefur enga merkingu að segja, hvers vegna var það ekki gert áður en síðustu viðræður hófust. STAÐREYNDIN er sú, að allir flokkar nema VG höfðu það á sinni stefnuskrá fyrir kostningar 2009, að hefja viðræður við ESB. Eftirleikinn á fólk, sem hefur ekki gullfiskamynni að vita.     

Jónas Ómar Snorrason, 10.2.2016 kl. 07:58

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jónas, alltaf hressilegt að lesa athugasemdirnar þínar.

Annars er það ekki rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft það á stefnuskrá sinni að hefja viðræður við ESB. Það hefur aldrei gerst. 

Umsóknarríki semur ekki við ESB, að minnsta kosti ekki um aðild. Engar samningaviðræður eru haldnar heldur einfaldlega viðræður þess efnis að umsóknarríki sanni hvernig það hefur staðið að upptöku laga og reglna ESB í löggjöf sína. Þess vegna heita þetta aðlögunarviðræður.

Að vísu er það til að umsóknarríki semji um undanþágur frá lögum ESB í einhverjum málum en það er oftast í minniháttar málum og undanþágurnar eru tímabundnar, til örfárra ára.

Gullfiskaminni mitt er slíkt að ég man ekki eftir því að Holland hafi viðhaft þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram í ESB eða segja sig úr sambandinu. Dreg það í efa.

Króatía var með þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu i ESB en ekki um einhvern samning. Um leið greiddu löggjafarþing allra ríkja sambandsins atkvæðu um inngöngu Króatíu í ESB. Ferillinn var þó ekki svo einfaldur því öll ríkin þurftu að fara yfir aðildarumsókn Króatíu og aðlögun ríkisins og samþykkja hvort það hefði tekið upp öll lög og reglur sambandsins. Þetta er afar flókinn ferill og í mjög föstum skorðum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2016 kl. 09:49

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll Sigurður, aldrei myndi ég segja þig haldinn gullfiskamynni, örugglega stálmynnugur. Til að undirstrika sannsöglina með Holland, þá fara 10 fingur upp í loft, en sennilega var þessi þjó.atkvæðagreiðsla 2012 og var að mig mynnir mjótt á munum. En þetta er sennilega auðvelt að googla. Ég minntist einnig á, að Englendingar geri væntanlega það sama 2017 miðað við kostnigaloforð. Það má vel vera að mig mismynni varðandi Króatíu, en samt eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna urðu þeir þar með 28da aðildarþjóðin í ESB. Hver ástæðan fyrir því er, veit ég þá ekki. Hafðu góðar stundir.

Jónas Ómar Snorrason, 10.2.2016 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband