Ofspáđ Kötlugos er löngu gleymt , en ...

SkjálftarOft er sagt ađ fólk gleymi fljótt. Raunar er ţađ ţannig ađ fjölmiđlar gleyma eđa segja ekki frá og ţar af leiđandi „gleymist“ hverfur ýmislegt úr minni almennings. 

Man einhver eftir eldgosunum á Fimmvörđuhálsi og í Eyjafjallajökli? Jú, auđvitađ. Ađeins tćp sex ár eru frá ţessum umbrotum sem voru bara nokkuđ skemmtileg fyrir ţorra almennings, en olli engu ađ síđur miklum skađa undir Eyjafjöllum og ţar fyrir austan.

Voriđ 2010, eftir ađ gosinu í Eyjafjallajökli lauk spáđu margir ađ um haustiđ myndi Katla gjósa. Fjölmiđlar hér innanlands birtu ófáar fréttir um hugsanlegt gos í Kötlu og svo rammt kvađ af ţessum spádómum ađ jafnvel fjölmiđlar á Bretlandi misstu sig gjörsamlega í dómsdagsumfjöllunum sínum.

Jćja, og tíminn líđur eins og honum ber skylda til. Núna, tćpum sex árum síđar, bólar ekkert á ţessu margspáđa eđa ofspáđa gosi í Kötlu. Ţeir sem fylgst hafa međ jarđskjálftamćlum sjá eitthvađ svipađ og sést á myndinni af jarđskjálftavakt Veđurstofu Íslands. Svo til engar hrćringar í Mýrdalsjökli og nágrenni. Raunar er ţađ svo ađ skjálftum í jöklinum hefur síst fjölgađ.

Hvers vegna ćttu nú fjölmiđlar ađ fjalla eitthvađ um ţađ sem greinilega er ekki fréttaefni? Auđvitađ er engin ástćđa til ţess. Hins vegar er ábyrgđ fjölmiđla afar mikil og auđvelt fyrir einn ţeirra ađ fara ađ missa rökhugsun út af hugsanlegu Kötlugosi og ţá fylgja oft hinir međ og fyrr en varir á ađ verđa eldgos í jöklinum. Vandamáliđ er bara ađ Katla fylgist ekki međ fjölmiđlum.

Velkist einhver í vafa er nokkur munur á forsetakosningum og Kötlugosi.

Hiđ fyrrnefnda er á dagskránni í vor og enginn veit hverjir bjóđa sig fram enda rennur frambođsfresturinn út mánuđi fyrir kjördag. Hiđ síđarnefnda er fyrr eđa síđar á „dagskránni“.

Hvort tveggja veldur hins vegar af ţarflausu miklum og vandrćđalegum vangaveltum í fjölmiđlum og koma ţar til fjölmargir spámenn, bćđi meiriháttar og minniháttar. Allir ţykjast hafa vit á málum en svo kann ađ vera ađ enginn sjái rétt í sínu föđurlandi.

Svo er ţađ hitt ađ Katla og vangaveltur um forsetakosningar hjálpa til ađ fylla dálksentimetra dagblađa og mínútur í ljós- og hljóđvökum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Sannkallađar ekki fréttir.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 6.1.2016 kl. 21:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband