Tóm rökleysa hjá Björgu Evu Erlendsdóttur

Formaður fjárlaganefndar ber nú á borð fyrir alþjóð ýmsar frumlegar og næstum hugvitssamlegar rangfærslur um fjármál Ríkisútvarpsins. Og virðist markmiðið vera að þokuleggja alla umræðu um hvert stefnir með almannaútvarpið, nú þegar menntamálaráðherra hefur ekki náð í gegn bráðnauðsynlegu frumvarpi um óbreytt útvarpsgjald í ríkisstjórn.

Þetta skrifar Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrum fréttamaður á Ríkisútvarpinu, núverandi starfsmaður vinstri flokka í Norðurlandaráði, og hún situr í stjórn Ríkisútvarpsins og var áður stjórnarformaður þess. Þetta er nú langur listi og raunar hið eina sem telst fróðlegt úr greininni í Morgunblaði dagsins. 

Björg Eva leiðréttir engar rangfærslur um fjármál Ríkisútvarpsins. Þess í stað gerir hún eins og þrautþjálfaðir stjórnmálamenn, kastar fram frösum. „Árviss aðför ...“, „óvildarmenn“, „launsátur“, „almannaútvarp“ og álíka sem henni virðist tamara að nota en rök. Þar að auki tekur hún til við að spá fram í tímann og ályktar sem svo að það sé sannleikur rétt eins og þegar horft er til fortíðar. Til viðbótar vitnar hún í orð formanns Samfylkingarinnar í „röksemdafærslu“ sinni en því miður er ekki mikil hjálp í þeim.

Ég er bara engu nær um rangfærslur um Ríkisútvarpið eftir lesturinn. Greinin er einfaldlega illa skrifuð.

Hitt veit ég að Ríkisútvarpið er í miklum fjármálalegum erfiðleikum og Björg Eva ber ábyrgð á þeim rétt eins og aðrir. Ég veit einnig að þetta fyrirtæki er í samkeppni við önnur fjölmiðlafyrirtæki sem engan styrk fá frá hinu opinbera.

Krafa mín er því einfaldlega sú að stjórn fyrirtæksins reki það skikkanlega og verði aldrei baggi á hinu ríkissjóði. Annað er tóm vitleysa og rugl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þarf ekki fyrst að ákveða umfang rekstursins Sigurður? Þá umræðu þarf að leiða til lykta áður en rekstrarforsendurnar eru krufnar. Á meða stjórn RÚV hefur sjálfsvald í málefnum RÚV þá heldur þessi stofnun áfram að bólgna út fjárþörfin að aukast. Hvernig eru þeir til dæmis að taka ó lífeyrisskuldbindingunum? Eru þeir að nota fjármunina frá lóðasölu og leigutekjum til að greiða þá skuld niður eða eru þeir að nota þá peninga í reksturinn?  Um þetta fáum við ekkert að vita. Ég hef sagt það áður að RÚV er bara summan af fólkinu sem vinnur þar hverju sinni. Rúv hefur ekkert þjóðfélagslegt gildi lengur. Það sem RÚV gerir geta aðrir gert miklu betur. Þess vegna þarf að endurskoða hlutverk stofnunarinnar. Frasinn um menningar og öryggishlutverk eru orðin tóm. Dreifing efnis er í höndum Vodafone og lágmenningu Rásar 2 gert allt of hátt undir höfði.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2015 kl. 14:37

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

RÚV hefur kannski sjálfsvald en Ríkisútvarpið hefur það ekki.Þetta sama Ríkisúvarp hefur rembst eins og fiðurfénaður við staur, að koma sér á sama stall og hlutafélög.

Þar með er þetta einfallt, klára hlutafélagavæðinguna og færa langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins yfir á Almannavarnir.

Einfallt ódýrt og skilvirkt.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.12.2015 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband