Ruddaskapurinn í umferðinni

MIMG_5052yndin hér til hliðar er tók ég í bílastæðahúsinu við Hverfisgötu þegar ég var að fara núna í lok vinnudags. Bíllinn minn er lengst til vinstri. Fólkið sem var á rauða bílnum hitti ég eftir að hafa tekið myndina.

Sá á þeim hvíta var hvergi sjáanlegur enda ábyggilega að flýta sér. Þess vegna lagði hann illa í stæðið, lokaði aðkomunu fyrir bílstjóra rauða bílsins og sýndi þar með af sér ókurteisi og leiðindi.

Þetta er alltof algengt í umferðinni í Reykjavík. Sumum er andsk... saman þó þeir trufli eða tefji aðra. Aðalatriðið er að komast sjálfur leiðar sinnar. Fólk á ekki að sætta sig við svona framkomu, láta viðkomandi vita eða birta myndir af „ódæðisfólkinu“.

Þegar ég ók heim á leið og þá lenti ég í því að ökumaður bíls á vinstri akrein ók löturhægt svo ekki var hægt að komast fram úr honum enda óslitin bílaröð hægra megin. Loks kom að því að hann beygði til vinstri og staðnæmdist við umferðaljós. Um leið og ég ók framhjá honum sá ég að blessaður maðurinn var upptekin við að senda SMS skilaboð í símanum sínum.

Mikið er nú gott að sumir getið gert hvort tveggja, ekið (þó hægt fari) og sent SMS. Ég gæti ábyggilega náð góðri færni í hvort tveggja ef ég legði mig fram, en held mig við aksturinn, enda farsælla og öruggara fyrir mig og umhverfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Það er ljóst á þessari mynd, að viðkomandi bílstjóri hefur verið hræddur um að komast ekki út úr sínum bíl, og hugsanlega vegna þess, að þessi bílastæði (ef bílastæði skyldu kallast) eru alltaf þröng / mjó og varla til skiptanna. Ökumaður/kona og farþegi í þessum stæðum, kæmust ekki úr bílnum á sama tíma án þess að hurðar þeirra myndu rekast í bílana sitt hvoru megin. - Þessi heimska hönnuða bílastæða, og þá sérstaklega í bílastæðahúsum, er landlæg og má sjá bílastæðin fyrir utan alla stórmarkaði höfuðborgarsvæðisins og víðar því til sönnunar.

Már Elíson, 11.12.2015 kl. 21:33

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

satt er það með mjó bílastæði og er það í takti við bílamenningu landsmanna og ekkert gert til að sporna við því eins og tildæmis fasta þætti í sjónvarpi.

Eyjólfur Jónsson, 12.12.2015 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband