Stefán J. Hafstein kallar þjóðina aula fyrir stuðning við Ólaf Ragnar

Líkur benda til að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé nú búinn að glata öllum fyrrum vopnabræðrum sínum í pólitík liðinna ára, samherjum úr Alþýðubandalaginu gamla, Vinstri grænum og Samfylkingunni og öðrum álíka.

Eflaust þykir forsetanum þetta slæmt, að hafa misst sína gömlu félaga sem flest allir hafa snúist hatramlega gegn honum. Þó er huggun harmi gegn að hafa stuðning yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þegar þetta er vegið og metið skiptir þjóðin meira máli.

Einn þeirra sem doldið mikið langar til að verða forseti, Stefán Jón Hafstein, skrifar um margt í óvenju stuttri. Að hætti margra vinstri manna finnur hann upp skrýtinn frasa, „sjálfstraust kjósenda“. Hann  segir í upphafi greinarinnar (feitletranir eru mínar):

Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. 

Mér þótti þetta athyglisvert og hélt nú að maðurinn myndi halda áfram með vangaveltuna um „sjálfstraust kjósenda“ en hann fimbulfambar bara áfram og gleymir allsnögglega frasanum um leið og hann hefur skrifað hann og heldur svo út á víðáttur algleymisins.

Að vísu viðurkennir Stefán Jón því fram að Ólafur Ragnar hafi fullt leyfi bjóða sig fram í fimmta sinn sem forseti lýðveldisins en sendir honum kalda sneið:

Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.

Hér er sumsé hvatning um að Ólafur Ragnar bjóði sig ekki fram aftur. Svo tekur hann til við að nota orðið „þaulseta“ sem jafnan hefur verið haft um þann sem lengi situr í óþökk húsráðanda eða heimilisfólks. Þá er Stefán Jón kominn í hring og búinn að gleyma skoðun sinni um að kjósendur beri ábyrgð á þeim sem þeir velja sem forseta hverju sinni.

Varla þarf að skýra það út fyrir lesendum að þó Ólafur Ragnar Grímsson hafi setið á forsetastóli í fjögur kjörtímabil flokkast það ekki sem þaulseta. Hann var kjörinn í almennum kosningum og var því boðinn velkominn og situr í embætti sínu með fulltingi og velvild þjóðarinnar. Skiptir engu hvað Stefán Jón Hafstein eða aðrir andskotar forsetans segja og hugsa. Og eftirfarandi orð Stefáns Jóns í niðurlagi greinarinnar eru því óskiljanleg:

Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.

Ef við, þjóðin, kjósum Ólaf Ragnar enn og aftur sem forseta þá er það bara gott og bendir síst af öllu til þess að við, þjóðin, skiljum ekki hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð er. 

Það verður bara að hafa það að gáfumenni eins og Stefán Jón Hafstein sé ofboðið og kalli þjóðina aula fyrir vikið.

Í beinu framhaldi af þessu lýsi ég því hér með yfir að ég mun styðja Ólaf Ragnar gefi hann aftur kost á sér í embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Ég veit að þjóðin mín mun gera það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki til þess að þjóðin hafi beðið þennan mann um að leita að nýjum forseta fyrir þjóðina.  Og með þessum flærðarskrifum sínum.  Ef hann ætlaði sjálfur að bjóða sig fram væri það svo sem allt í lagi, en að halda að það sé einhver eftirspurn fyrir honum til að taka til og velja forseta held ég að það sé misskilningur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 14:56

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Er við öðru að búast af slíku gáfumenni og mannvitsbrekku Samfylkingar en að hann keyri í forsetann sjálfan?

Hann var einmitt alls ekki sammála Ólafi Ragnari um Icesave-málið, Stefán J. spáði þar "stór[um] skuldad[ögum] ríkisins framundan" og fyrirsjáanlegum skorti á "gjaldeyri til að kaupa bensín á bílana og olíu á togaraflotann."*)

Sá reyndist sannspár eða hitt þó heldur!!

Það eina, sem hann var reiðubúinn að skrifa til að sýna öðruvísi áherzlur um Icesave heldur en Steingrímur og Jóhanna var þetta: "Mistökin með ICESAVE voru að taka ekki alla flokka á Alþingi með inn í viðræðurnar (til upplýsingar og aðhalds bakatil á hverju stigi málsins) uns það var tækt að fara til Alþingis." Hitt leynir sér ekki, að Stefán Jón Hafstein vildi nauðasamningana við Breta og Hollendinga um hinar ólögvörðu kröfur þeirra.

Þá er nú Ólafur Ragnar Grímsson ólíkt betri kostur!

Jón Valur Jensson.

*) http://www.stefanjon.is/default.asp?content=greinar&grId=2&id=451

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 13.12.2015 kl. 15:22

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem vilja upphefja sjálfan sig með því að níða andstæðinginn eiga ekkert erindi á Bessastaði.

Við skulum vona að þjóðin átti sig á að sá sem kosinn verður til forseta á að vera kosinn vegna þeirra kosta sem viðkomandi býr yfir, ekki vegna meintra ókosta þeirra sem honum líkar ekki við.

Stefán Jón hefur sennilega skrifað sig frá möguleika á framboði, með þessum skrifum sínum.

Það er kannski til of mikils mælst að óska þess að Ólafur Ragnar bjóði sig fram í fimmta sinn, en engu að síður ætla ég að leifa mér að vona að svo verði. Enginn þeirra sem nefndur hefur verið í stað hans eða hefur boðað framboð, kemst með tærnar þar sem Ólafur hefur hælana.

Ég hef trú á þjóðinni, ég hef trú á að hún átti sig á hversu farsællega Ólafur Ragnar hefur reynst henni á ögurstundum. Ef það heitir "aulaskapur" að treysta á þann sem vel hefur reynst, þá verður svo bara að vera.

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2015 kl. 16:21

4 Smámynd: Aztec

Ég tel að Stefán Jón Hafstein sé að reyna að setja sig á hærri hest en hann nær upp á. Og ég veit ekki til þess að Stefán hafi afrekað neitt.

Aztec, 13.12.2015 kl. 19:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill er hann ennþá fastur í "þjóðarsálinni" laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 20:39

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Leiðinleg tegund og ekki bætir hrokinn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2015 kl. 21:08

7 Smámynd: Halldór Jónsson

"Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki."

Þetta er meira lítillæti en ég bjóst við frá Stefáni Jóni Hafstein. Hann virðist ekki hafa erft  ýmislegt sem prýddi föður hans svo lengi. 

Halldór Jónsson, 13.12.2015 kl. 21:34

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðulegt að tilvonandi Forseta frmbjóðandi byrji með því að kalla meirihluta kjósenda "aula," er þetta einhver ný aðferð að fá meirihluta fylgi kjósenda.

Mér dettur í hug framjóandi til Forseta USA, sem er núna í forkosningabaráttu, kallar kjósendur ýmsum illum nöfnum og lýsingarorðum sem honum dettur í hug.

Er þetta framtíð þing og forsetakosninga?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 21:54

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, þetta er sérlega klaufalegt, og sumir myndu jafnvel segja aulalegt, hjá Stefáni Jóni.

Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 08:54

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef Stefán J. langar að verða forseti, eða annað sambærilegt yfirvald, er nóg af slíkum stöðum lausum vítt og breit um heiminn. Fyrir mann eins og hann, er þá stöðu hins vegar ekki að finna á Íslandi, fyrir næsta kjörtímabil, að minnsta kosti.

Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2015 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband