Veður slakur smiður betri mæli hann í tommum?

Raunveruleikinn er sá að hagstjórnin lagast ekki við það að skipta um gjaldmiðil. Ekki frekar en að aksturshæfileikar ökumanns batni við það eitt að skipta um bifreið. Það er fyrst og fremst hagstjórnin sem er málið og sé hún í lagi skiptir í raun engu máli hvað gjaldmiðillinn heitir sem notaður er. hjortur@mbl.is

Hann komst ansi vel að orði í greinarpistli sínum í Morgunblaði dagsins, hann Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður. Í greininni fjallar hann um íslensku krónuna sem sem svo margir nota fyrir blóraböggul. Halda að allt breytist ef þjóðin hendi henni og taki upp annan gjaldmiðil, til dæmis Evru.

Hjörtur skýrir út í stuttu máli og vísar til orða dr. Ólafs Margeirssonar hagfræðings, að rangar fullyrðingar um að krónan sá ástæða fyrir öllu því sem aflaga hafi farið í efnahagsmálum síðustu áratugina.

Hann segir að veðurfarið á landinu breytist ekki þó við færum að mæla hitann á Fahrenheit hitamæla í stað Celsíus. Allir skilja líkinguna.

Því hefur verið haldið fram að oft á tíðum háir vextir hér á landi séu afleiðing smæðar hagkerfisins og þar með lítillar spurnar eftir krónunni. Ólafur hefur bent á að ef þessi staðhæfing stæðist ætti það sama að gilda um önnur lítil hagkerfi. Þar á milli sé hins vegar í bezta falli afskaplega veik fylgni. Það sem hafi þar miklu fremur áhrif sé til að mynda uppbygging lífeyrissjóðakerfisins þar sem ávöxtunarviðmiðið sé 3,5% sem aftur hafi vafalítið umtalsverð áhrif á langtimavexti.

Eins hefur verið fullyrt að mikil verðbólga sé fylgifiskur íslenzku krónunnar. Þannig hafi krónan misst mest allt verðgildi sitt frá því að henni var komið á laggirnar. Ólafur hefur bent á í því sambandi að frá árinu 1886 hafi peningamagn í umferð hér á landi aukizt rúmlega 211.000.000-falt. Þó hagkerfið hafi vissulega stækkað töluvert síðan hafi sú stækkun alls ekki verið svo mikil. Virðisrýrnun krónunnar sé einkum afleiðing þess að of mikið hafi verið búið til af henni í gegnum tíðina. Í seinni tíða aðallega af bönkunum. Krónan ráði hins vegar litlu um það hversu mikið sé búið til af henni.

Þetta er nokkuð merkileg niðurstaða, að minnsta kosti fyrir þá sem krefjast þess að við tökum upp nýja mynt. Ljóst má þó vera að mælieiningin ræður litlu um útkomuna. Léleg efnahagsstjórn með krónu er hin sama með Evru. Slakur smiður verður ekki betri þó hann mæli efnivið sinn í tommum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samlíkingin er ekki algild. Lélegur stangarstökkvari verður enn lélegri ef hann notar bambusstöng í staðinn fyrir stöng úr trefjaplasti.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2015 kl. 20:29

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fátt er algilt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.12.2015 kl. 21:26

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ja, ég prófaði þetta nú einu sinni. En blessaður, það var ekkert betra.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.12.2015 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband