Þarna gónir svo náunginn í nepjunni ...

MagniHversu latir geta ferðamenn verið? Myndin sem fylgir frétt af málarekstri milli þyrlufyrirtækja vakti athygli mína. Hún er tekin af hinum frábæra ljósmyndara Morgunblaðsins, Árna Sæberg. Frekar dapurleg mynd.

Á myndinni hefur þyrla tyllt sér á eldfellið Magna á Fimmvörðuhálsi og út gekk útlendur ferðamaður með sólgleraugum í mittisjakka, gallabuxum og lakkskóm. Ekki beint tilbúinn til útiveru. Þarna gónir svo náunginn í nepjunni á umhverfið, með hendur í vösum og verður án efa guðslifandifeginn að komast aftur inn í þyrluna, engu nær. Gortar svo af því að hafa staðið á íslensku eldfjalli.

Hversu miklu tilkomumeiri hefðu upplifun mannsins ekki verið hefði hann komið gangandi að eldstöðvunum, að norðan eða sunnan, skiptir ekki máli, þetta er rosaleg sjón (breathtaking hefði lati kallinn sagt).

Sem betur fer er snjór yfir öllu, þó hann festist ekki á eldfellinu, og því án efa fátt um göngumenn. Líklegast hefðu þeir grýtt þyrluna fyrir að lenda þarna, að minnsta kosti látið flugmanni heyra það óþvegið.

Svona er ferðaþjónustan ... Við þessu er lítið að gera nema hvetja þyrlufyrirtækin til að taka tillit til ferðafólks á jörðu niðri. Hávaðinn í þessum tækjum er nefnilega gríðarlegur.


mbl.is Helicopter of almennt orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband