Þegar þjálfarinn er skilinn eftir heima ...

Hægt en örugglega er verið að koma í veg fyrir eignamyndun íslenskrar millistéttar. Búið er að gera fólki með lágar tekjur ókleift að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk sér takmarkaða möguleika til að eignast eigin íbúð.

Frá árinu 2000 hefur ríkissjóður sett um 242 þúsund milljónir króna í húsnæðismál, fyrst og fremst í formi vaxtabóta og til að koma í veg fyrir gjaldþrot Íbúðalánasjóðs. Við þetta bætast nær 80 þúsund milljónir króna sem varið verður í skuldaleiðréttingu á næstu árum.

SjflSjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing. Skiptir engu máli hvað andstæðingar flokksins segja, þátttakendur í starfi hans eru fleiri en í öðrum stjórnmálaflokkum samanlagt. Þúsundir koma að málum fyrir landsfund, á landsfundi og eftir landsfund. Þetta er óumdeilanlegt. Lýðræðið virkar í þessum flokki en auðvitað sýnist sitt hverjum um einstök mál.

Nú auglýsir flokkurinn í með heilsíðu í Morgunblaði dagsins undirbúningsfundi, „Hitum upp fyrir landsfund“. Margir eru afar áhugaverðir og sumir jafnvel með ágætum frummælendum. Hins vegar eru margir raftar á sjó dregnir og aðrir skárri.

Ekki á einum einasta fundi er einn snjallasti hugmyndafræðingur og málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Þetta er Óli Björn Kárason, varaþingmaður. Hann er einn skýrasti talsmaður stefnu flokksins, afar ritfær og um leið rökfastur. Þetta er eins og að fara í fótboltaleik og skilja þjálfarann eftir heima.

Frá síðustu áramótum hefur Óli Björn ritað tæplega fjörtíu greinar um stjórnmál í Morgunblaðið. Vissulega er skiptir magnið ekki meginmáli heldur hvað sagt er og hvernig. Þegar magn og gæði eru hins vegar virt saman er ótrúlegt hvernig hægt er að kynna sjálfstæðisstefnuna án þess að líta til svo skýrt framsettra viðhorfa.

Pistillinn byrjaði á tilvitnun úr grein Óla Björns Kárasonar sem birtist í Mogganum 1. apríl 2015 undir fyrirsögninni „Hvað getum við gert fyrir 242 þúsund milljónir?“ Í greininni segir hann ennfremur: 

Séreignastefnan á undir högg að sækja. Sósíalistar og aðrir vinstrimenn hafa alla tíð haft horn í síðu séreignastefnunnar enda er hún einn af hornsteinum borgaralegs samfélags.

Í sósíaldemókratísku samfélagi eiga sem flestir að búa í félagslegu leiguhúsnæði. Í stað þess að almennir launamenn verði eignamenn í eigin húsnæði á að gera þá að leiguliðum í nafni „félagslegs réttlætis“.

Sömu rök lágu að baki gríðarlegum skattahækkunum í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna. Jafnaðarmennska hins „félagslega réttlætis“ fólst í að jafna tekjur niður á við.

Að auka tækifæri þeirra sem hafa lökust kjörin til að afla sér meiri tekna og bæta sinn hag kom ekki til greina. Aukin tækifæri eru hluti af borgaralegu samfélagi sem byggist á frjálsum viðskiptum frjálsra einstaklinga.

Í lok greinarinnar segir Óli Björn:

Það hefði því verið skynsamlegra að ríkissjóður hefði nýtt fjármunina í að hjálpa þeim sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn, með því að leggja fram eigið fé. Miðað við 30 milljón króna eign hefði ríkissjóður haft bolmagn til að leggja fram 20% eigið fé (sex milljónir króna) til yfir 40 þúsund íbúðakaupenda.

Með öðrum orðum: Ríkið hefði getað afhent 40 þúsund fjölskyldum sem keyptu sína fyrstu íbúð ígildi 20% eiginfjár. Eignamyndun þessara fjölskyldna hefði orðið hröð og fjárhagsleg staða þeirra allt önnur og sterkari.

Með þessu hefði almenningur orðið að eignafólki en ekki bótaþegum sem bíða eftir vaxtabótum á hverju ári en neyðast síðan til að gerast leiguliðar í nafni „félagslegs réttlætis“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ber þetta ekki vott um að fyrirliðinn sé ekki allur þar sem hann er séður?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2015 kl. 12:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður, Halldór.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.9.2015 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband