Vífilsfellsöxl og Tvíhnúkur ...

Öxlin2Landslag er á mannlegan mælikvarða alltaf eins. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því veðrið breytir upplifun okkar á margvíslegan hátt.

Hér eru nokkrar myndir hugsanlega styðja við þessa hugsun.

Efsta myndin er tekin gönguleiðinni upp norðausturhorn Vífilsfells og er horft til vesturs, til Reykjavíkur, lengst til hægri er Úlfarsfell (hægt er að tvísmella á myndirnar og stækka þær). Öxlin1

Myndin er tekin rétt eftir hádegi fimmtudaginn 24. september 2015, næstum því heiður himinn. 

Skuggi liggur á litla hnúknum sem ber eiginlega ekkert nafn en tilheyrir Vífilsfellsöxl. Engu að síður er Öxlin og hnúkurinn ákaflega falleg, gersemar eins og sést á hinum myndunum.

Þegar komið var aðeins ofar birti á Vífilsfellsöxl en ég var í skugganum.Öxlin3

Þarna er rétt er eins og byggðin á höfuðborgarsvæðinu gangi inn í kjaftinn á klettunum.

Hnúkurinn virðist brotgjarn, móberg er undir en hraun efst. Það segir dálítið til um myndunarsögu hans. Eldgos hefur orðið undir jökli og ekkert hraun runnið heldur splundrast kvikan í bræðsluvatninu. Þegar á líður nær gosið upp úr vatninu og þá nær hraun að renna.

Vífilsfell er stapi sem hefur orðið þannig til, en efsti hluti þess er hins vegar móberg, um merki um yngra eldgos, einnig undir jökli.

Þriðja myndin er tekin milli Sléttu Vífilsfells og Axlarinnar. Þar eru miklar andstæður. Nær fjallinu er talsverður mosi en nær hnúknum eyðilegur melur. Mosinn hefur náð að klæða hnúkinn nokkuð vel og setur mikinn svip á hann.Öxlin4

Neðsta myndin styður nokkuð við það sem fyrr var sagt um að veðrið breyti upplifun á landslagi. 

Hún er tekin á öðrum tíma en hinar þrjár, nánar tiltekið 3. ágúst 2015.

Þarna virðist hnúkurinn ekki vera grænn heldur grár og frekar gugginn undir regnþrungnum skýjum.

Hugsanlega mætti hnúkurinn nefnast Tvíhnúkur því tindarnir eru tveir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband