Ikea selur ónýta diska og neitar að bæta

Diskur2Hér er hér örsaga af diskunum sem ég keypti í Ikea fyrir tæpum tveimur árum. Gerði raunar meir, endurnýjaði diskasett og hnífaparasett í einni verslunarferð. Valdi IKEA fyrir gæðin eða svo hélt ég.

Svo gerist það nokkru síðar að ég tek eftir rispum á diskunum en þar sem ég er almennt ekkert vandlátur eða smámunasamur velti ég þessu ekkert fyrir mér og hætti að taka eftir þeim.

Svo var það fyrir stuttu að gestir höfðu orð á því hvort diskarnir mínir voru mjög fornir, svo rispaðir sem þeir eru, svo var hlegið. Ég kvað nei við og horfði undrandi á rispurnar, skoðaði svo alla diskana og komst að því að þeir voru eiginlega ónýtir. Var alveg hættur að taka eftir rispunum.

Daginn eftir hafði ég samband við Ikea og fékk þau svör að ég þyrftir að vera með kvittun til að geta skilað þeim. Í langan tíma hef ég gert sjálfan mig að aðhlátursefni með því að taka reikning eða kassakvittanir fyrir öllum viðskiptum sem ég hef átt í. Ekki nóg með það að allt þetta á ég í möppum frá því ég var var unglingur.

diskur4Það dugði mér ekki í þetta skipti því ekki fann ég kvittunina frá IKEA og ekki heldur gat ég rakið greiðsluna í debet- eða kreditkortareikningum. Hef líklega greitt með seðlum, sem ég er næstum því hættur að nota.

Því miður, sagði konan í símanum. Kittun er ábyrgðaskírteinið og án þess engar bætur.

En góða kona, sagði ég. Enginn annar selur þessa diska og hnífapör nema Ikea. Diskarnir eru af gerðinni „Thomson pottery“ og að auki stendur eftirfarandi á botni þeirra: „China, microwave and Diswasher Sale“. Dugar það ekki.

Ég held að hún hafi svarað á ensku: „The computers says NO.“ Að minnsta kosti var svarið ískalt nei.

Þetta þykir mér furðulegt og eiginlega sérhannað svar til þess að komast hjá því að taka ábyrgð á lélegri eða ónýtri vöru.

Hér er annar diskur úr eigu minni. Hann áttu foreldrar mínir og er ábyggilega um sextíu ára gamall. Ekkert sést á honum, ekki ein rispa.

Hvað gera neytendur í svona tilviki?

Skyld'ann Ingvar Kamprad vita af'essum ónýtu diskum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband