Svikapóstur um Símann sendur út frá íslensku netfangi

SíminnGlæpastarfsemin færist enn í aukanna. Fyrr í dag fékk ég póst á ensku þar sem einhver sem þóttist vera „Síminn“ sagðist vera að uppfæra gagnabanka sinn og ég beðinn um að svara póstinum og senda inn nafn, netfang, aðgangsorð og leyniorð og fleira. Ef ekki yrði lokað á mig.

Svona gerast nú glæpirnir á eyrinni nú til dags en þetta er ekki fyrsti pósturinn frá einhverjum glæpasamtökum sem eru að reyna að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Og hugsið ykkur ef sendir eru tíu þúsund svona póstar og 1% viðtakenda svara. Það telst nú bara ágætur afrakstur.

Hitt er þó verra að sendandi póstsins er með netfangið info@siminn.is. Sumsé íslenskt netfang og það hjá Símanum.

Einhver hlýtur þá að hafa kostað einhverju til og skráð sig. Þær upplýsingar hljóta að vera til hjá Símanum.

Hins vegar kastar viðkomandi til höndunum því hann gat ekki einu sinni druslast til að láta þýða textann á íslensku. Hann hefði til dæmis getað notað Google-translate. Það hefði ábygglega hækkað svarhlutfallið að miklum mun.

Auðvitað framsendi ég póstinn á Símann og bíð nú spenntur eftir því að fá að vita hvort glæponinn fái að halda áfram uppteknum hætti eða lokað verði á hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband