Seinheppinn Össur

Hann er seinheppinn hann Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Vart var hann búinn að rita glaðhlakkanlega grein á heimsíðu sína þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórninn sigli hraðbyri í kosningaósigur er ný skoðanakönnun frá Gallup leit dagsins ljós.

Líklega er hann ekki eins kátur með hana enda fær Sjálfstæðisflokkurinn þar 40,2% atkvæða á landinu öllu og 27 þingmenn. Það sem meira er, flokkurinn fær 48,5 atkvæða í Reykjavík suður, kjördæmi formanns Samfylkingarinnar.

Meira að segja Framsóknarflokkurinn virðist vera á uppleið, er kominn með 10% fylgi á landinu öllu og 6 þingmenn. Ríkisstjórnin heldur því velli, einkum vegna góðs árangurs Sjálfstæðisflokksins.

Það er þó huggun harmi Össurar gegn að hann virðist ætla að ná mun betri árangri í Reykjavík norður en formaðurinn í Reykjavík suður. Eflaust mun það draga úr flokkadráttum í Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband