Össur og tengdadóttirin

Mikla athygli vakti niðurlag Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins á sunnudaginn síðasta þar sem segir að samfylkingarmenn hafi reynt að beita blaðið þrýstingi um að „taka út frétt um þær fátæklegu opnu umræður sem þó fóru fram á landsfundi Samfylgingarinnar".

Þó svo að í Staksteinum Morgunblaðsins hafi þetta verið leiðrétt og átt hafi verið við að reynt hafi verið að breyta fréttinni, þá skiptir það ekki sköpum. „Glæpurinn" er sá að einhverjum innan Samfylkingarinnar hugnaðist ekki fréttaskrif Morgunblaðisins og reyndi að hafa þar áhrif á.

Um helgina var nokkuð rætt um vörn Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra og tendadóttur hennar sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gegnum allsherjarnefnd Alþingis. Þeir nefndarmenn sem að þessari veitingu stóðu hafa svarið fyrir að hafa vitað um tengsl ráðherrans við umsækjandann. Það þótti Össuri Skarphéðinssyni þingmanni og formanni þingflokks Samfylkingarinnar ekki nóg og staðhæfði í sjónvarpsviðtali að hann hefði grun um að Jónína hefði beitt sér í málinu.

Á sama hátt má gera að því skóna að Össur Skarphéðinsson hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning Moggans um landsfund Samfylkingarinnar. Skiptir engu þótt Össur neiti því, einhver andstæðingur hans gæti haldið því fram að grunur sinn væri nægur og Össur væri með óhreint mjög í pokahorninu.

Þetta er leiðindapólitík. Hvað er eftir þegar fólk er hætt að vegast á með rökum og grunurinn einn saman á að duga til að berja á andstæðingnum.

Umfjöllun Kastljós um tendadótturina var léleg. Þar sem ekki virtust fyrir hendi neinar viðbótarupplýsingar sem gátu skýrt meint afskipti umhverfisráðherra að málinu átti fréttamaðurinn að þegja. Sama gildir um Össur Skarphéðinsson sem allt bendi til að hafi ekki nægja stjórn á liðugum talanda sínum.

Um leið á Morgunblaðið upplýsa hver eða hverjir reyndu að beita blaðið þrýsting. Þá fyrst væri gaman að hlusta á Össur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband