Grípur SUS til vopna eða eru samtökin í feluleik?

Í sannleika sagt ber Samband ungra Sjálfstæðismanna og aðildarfélög þeirra ekki síst ábyrgð á slakri stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. SUS hefur á undanförnum árum verið ótrúlega sviplaust í pólitískri umræðu og raunar svo að samtökin sjást varla nema í undantekningatilvikum. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Heimdallur og önnur félög séu í felum í stjórnmálaumræðunni.

Hér áður fyrr gagnrýndu eldri Sjálfstæðismenn ungliða helst fyrir róttækni og heiftarlega baráttu um formennsku og stjórnin. Hvort tveggja skilaði hins vegar gríðarlegum fjölda nýrra félaga, ungs fólks sem í kjölfarið kynntist starfi flokksins í fyrsta sinn. 

Vonandi verður ný stjórn SUS til þess að ungir Sjálfstæðismenn vakni af dvala sínum og taki að kynna stefnumál flokksins fyrir ungu fólki. Þeirra er ábyrgðin enda enda hefur stuðningur yngstu aldurshópanna aldrei verið minni hjá Sjálfstæðisflokknum ef marka má skoðanakannanir. Nú er kominn tími á breytingar á starfsháttum hjá SUS. Hjá ungu fólki á sjálfstæðisstefnan að vera í stöðugri endurskoðun og SUS á að hafa forystu um breytingar.


mbl.is Laufey Rún kjörin formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband