Hvað er það sem borgarstjórinn skilur ekki?

FlóttamennÉg er ekki alveg viss um að ég skilji þessi ummæli. Átakanlegar fréttaljósmyndir hafa a.m.k. orðið til þess t.d. í Bretlandi þá virðist ríkisstjórnin þar hafa breytt um stefnu og í staðinn fyrir að einblína á aðstoð við flóttamannabúðir í löndunum í kringum Sýrland að þá ætlar breska ríkisstjórnin núna að taka á móti þúsundum flóttamanna.

Þannig að ef myndir af raunveruleikanum leiða til þess að þá held ég að það sé bara vegna þess að hjörtu okkar taka auðvitað öll kipp við að sjá svona myndir og þetta er bara hluti af veruleikanum sem flóttamenn eru að glíma við og þann veruleika þurfum við að horfast í augu við.

Þetta segir borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Í því leyfir hann sér að snúa út úr orðum forsætisráðherrans og segist ekki skilja þau. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sagði fyrr í viðtali við Ríkisútvarpið:

Vegna þess að þar eru menn að tala um svo lítið brot af heildarumfangi vandans að það jafnvel færir athyglina frá því fólki sem er ekki á fréttamyndunum, er ekki á forsíðum blaðanna, en má ekki gleymast og býr við hræðilegar aðstæður sem við verðum að bregðast við.

Hvað er það sem borgarstjórinn skilur ekki? Veit hann ekki að flóttamenn frá Sýrlandi sem komnir eru eða stefna á Evrópu eru sárafáir miðað við alla þá sem eru á flótta í Líbanon, Jórdaníu, Tyrklandi og víðar. Þar er hinn raunverulegi vandi, hinum getur Evrópa auðveldlega tekið á móti, brauðfætt og veitt atvinnu. Hvaða ráð eru þá fyrir hina? Allar milljónirnar sem öfgahópar Isis og ríkisstjórn Assad í Sýrlandi hefur hrakið á flótta. Svo ekki sé talað um hina sem komast hvergi og eru á kafi í óþverranum sem þessir ofstækismenn hafa búið fólki. Þetta skilur borgarstjóri Reykjavíkur líklega ekki.

Fyrir upplausnina í Sýrlandi bjuggu 18 milljónir manna í landinu. Helmingur þeirra hefur hrakist á brott og valdið gríðarlegum vandamálum vegna þess að ekkert ríki sem hefur tekið við flóttamönnum var tilbúið að taka á móti þeim. Meðfylgjandi kort sýnir hvar flóttamenn frá Sýrlandi eru. Níu milljónir manna eru enn í Sýrlandi og stór hluti þeirra kemst hvorki lönd né strönd. Þetta skilur borgarstjóri Reykjavíkur líklega ekki.

Að sjálfsögðu ber Íslendingum skylda til að leggja sitt af mörkum til að leysa flóttamannavandann, ekki bara í Evrópu heldur annars staðar. Það verður ekki gert nema að fé sé veitt til hjálparstofnana og ekki síður til verkefna sem Evrópuþjóðir munu taka að sér til að leysa vandann.

Mikilvægast er að búa fólki góðar og öruggar aðstæður í heimalandi sínu, þar sem það þekkir best og hefur hingað til fóstrað það. Þetta verður ekki gert nema að útrýma ógninni, ofstækinu. Því miður virðist það vera borin von. Arabaþjóðir og ýmsar Evrópuþjóðir hafa verið með loftárásir í nærri því heilt ár á svæðin sem Isis hermdarverkamenn ráða yfir í Sýrlandi og Írak en án nokkurs sýnilegs árangur. Annars staðar eru heimamenn sundraðir og getulausir til að viðhalda þeim ríkjum sem arabíska vorið bylti harðstjórum sínum, einungis til að upp spruttu tugir annarra.

Borgarstjórinn þolir einfaldlega ekki Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn og gerir allt til að niðurlægja forystumenn þessara flokka og berjast gegn því sem þeir leggja til. Út af fyrir sig er það allt í lagi. Vandinn lýtur að þeirri persónu sem starfar í stjórnmálum og hvorki getur né vill starfa með öðrum, er stöðugt í fýlu út í ákveðna hópa. Sá maður á ekki að vera borgarstjóri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Oft hefir mig langað til að segja það, en trauðla fengið mig til þess, því borgarstjóri hlýtur að vera maður merkilegur, en annan eins bjálfa hefur Reykjavík sennilega aldrei þurft að bera á sínum herðum sem þennan.

Sem skollóttum manni rennir mann í grun að því meira sé hárið, sé minna vitið?

Núverandi Borgarstjóri er kjáni, því miður.

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2015 kl. 01:40

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Úps, gleymdi að geta .: Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2015 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband