Fámennið eða fjöldinn á landsfundi Samfylkingarinnar

Hversu margir tóku þátt í landsfundi Samfylkingarinnar?

Þessi spurning gengur á milli fólks og svörin eru mjög mismundandi. Fullyrt er að á annað þúsund manns hafi sótt fundinn en einhverjir spekingar hafa fundið út að þátttaka í afgreiðslu einstakra ályktana og kosninga var svona á bilinu 130 til 650 manns. Hvað varð um mismuninn?

Samfylkingin hefur ekkert látið uppi um þessi mál, virðist forðast það.

Flokkur sem krefst þess t.d. að fjármál flokka séu gerð opinber og gagnrýnir ótæpilega meinta spillingu ríkisstjórnarflokkana getur bara ekki hunsað kröfur um að þátttaka í landsfundinum verði gerð opinber sem og afgreiðsla einstakra ályktana og kosning í nefndir og embætti. Hjá Sjálfstæðisflokknum liggja allar þessar upplýsingar ljósar fyrir.

Hunsi Samfylkingin þetta mætti halda að hún hafi eitthvað að fela ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband