HR á ekki heima undir Öskjuhlíð

HR1R-listinn sálugi gerði þau reginmistök að úthluta Háskólanum í Reykjavík lóð á fallegasta svæðinu á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. suðvestan undir Öskjuhlíðinni. Þar á nú að reisa háskólabyggingar sem mun gjörsamlega skyggja á gróðursæla hlíðina og útiloka jafnframt hugmyndir um þróun á fyrirtaks útivistarsvæði.

Þarna hefðu verið hægt að byggja upp stórkostlega útivistarparadís en þess í stað mun hluti af Öskjuhlíðinni verða skuggsæll bakgarður. Vandséð er hvers vegna skólanum var valinn þessi staður. Til að mynda þarf að gjörbreyta öllu götum og vegum svo þetta horn komist í almennilega tengingu við umferðaræðar borgarinnar og þar með er friðurinn endanlega úti fyrir Öskjuhlíðina.

Margir aðrir staðir hefðu hentað betur fyrir HR, til dæmis ofan við kirkjugarðanna í jaðri Öskjuhlíðarinnar. Háskóli á heima í alfaraleið þar sem aðkoma er góð. Svæði til útivistar eru best þar sem ekki er stöðugur niður umferðar, helst svolítið útúr. Þannig er Öskjuhlíðin í dag en nú er ætlunin að umkringja hana svo rækilega að hún verði miklu lakari til útiveru.

Líklegast er orðið um seinan að bjarga Öskjuhlíðinni og fór þar góður biti í hundskjaft eins og sagt er með fullri virðingu fyrir Háskólanum í Reykjavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband