Fyrst er stefnt fyrir dómstól götunnar og svo héraðsdóm

Æ oftar gerist það að málarekstur fyrir dómstólum hefst í fjölmiðlum. Hér áður fyrr voru einkamál höfðuð án þess að lögmenn hlypu í fjölmiðla. Nú leita þeir til almannatengla og reyna að vinna málið fyrir dómstóli götunnar áður en svo mikið sem stefnan hefur verið skrifuð og löngu áður en henni hefur verið skilað inn til héraðsdóms.

Þetta er ógeðfelld þróun og tengist illri orðræðu í þjóðfélaginu. Núna ætla menn aldeilis að berja á Björgólfi Thor Björgólfssyni löngu eftir hrunið. Ekki nóg með það heldur er honum úthúðað á allan þann hátt sem hugsast getur til þess eins að láta manninn líta sem verst út.

Honum er fyrst stefnt fyrir dómstól götunnar, þar er engin áfrýjun, dómsmorð er oftast niðurstaðan. Síðan er send inn stefna í héraðsdómi.

Þetta er eins og í fótboltanum. Þar rífa leikmenn stólpakjaft við dómarann, hafa uppi alls kyns mótbárur í orði og með ýmis konar líkamstjáningum. Og ekki eru áhorfendur betri. Markmiðið er auðvitað að hafa áhrif á þann sem gegnir hinu mikilvæga hlutverki. Fótboltaleikur er stundum eins og samfélagið, gegnsýrt af ásökunum, illu umtali, kjaftagangi og leiðindum. Allt til að „terrorisera“ dómarann og kæfa niður andstæðar skoðanir.

Sannleikurinn skiptir orðið svo afar litlu. Menn rífa sig niður í rass og enda halda svo ótrúlega margir að þeir búi yfir alheimsviskunni. Þegar þeir eru leiðréttir með niðurstöðum dóma eða á annan hátt er bara sagt „úbbs“ eða „spilling“. Málið útrætt.

Dómarar í héraðsdómi og Hæstarétti skulu sko vita að meirihlutinn vill sækja vondu mennina til saka og dæma þá í myrkustu dýflissur með réttu eða röngu. Þetta heitir að „terrorisera“ dómstólanna.

Tek það fram að ég þekki ekki Björgólf Thor Björgólfsson og hef aldrei hitt manninn né nokkur sá sem ég þekki. Ágæti lesandi, hvernig er staðan þegar maður þarf að gera svona fyrirvara við stuttan pistil? Jú, annars er maður gefin bráð fyrir hýenur þjóðfélagsins.


mbl.is Rangt og langsótt hjá Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Sigurður

Þú gleymir í fyrirsögn þinni "...og að lokur fyrir Hæstarétti".  Þá eru dómstigin orðin þrjú.  Er það ekki það sem menn hafa verið að kalla eftir????  wink

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.6.2015 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband