Já, látum hjartað ráða ... eða skynsemina ... nei, hjartað ... eða eitthvað

Birgitta Hauksdóttir, kapteinn pírata, meinar ábyggilega vel, þegar hún úr ræðustól á Alþingi, lýsir yfir stuðningi við grísku þjóðina og að hún fylgi hjarta sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðina til tillaga ESB. Fallega sagt.

Hins vegar er gríska þjóðin ekki ein rödd og síst af öllu talar forsætisráðherra landsins fyrir hennar hönd. Ekki frekar en sá íslenski talar fyrir okkar þjóð.

Nú berast fréttir af því að skoðanakannanir í Grikklandi sýni að þeir sem vilja fallast á skilyrði lánadrottna landsins geti verið í meirihluta. Hvernig skyldi kapteinn Pírata takast á við þá breyttu mynd sem hugsanlega er í spilunum? Hvort á að hvetja til, að fara eftir hjarta sínu eða skynsemi?

Hvort heldur verður venjulega álit meirihlutans ofan á þegar þjóðir kjósa. Skiptir litlu hvort þá hafi hjartað eða skynsemi ráðið afstöðu.

Til hvers þá að hvetja þjóðir til að kjósa með líffæri eða skyni fyrst að það hefur eiginlega ekkert upp á sig. Þjóð sem kýs ekki með hjarta sínu heldur lætur skynsemina ráða eins og við Íslendingar gerðum er við margkusum um Icesave. Jafnvel þá voru sumir sem létu eitthvað annað ráða en skynsemina. Eða kusu allir eftir skynsemi sinni og létu hjartað lönd og leið?

Já, ég hvet Grikki til að fylgja hjarta sínu í næstu þjóðaratkvæðagreiðslunni. Að minnsta kosti hvet ég þá til að láta hjartað ráða. Nema þeir ætli að fara að vilja ESB. Notið þá skynsemina, fyrir alla muni.

Mikið óskaplega er ég nú fallega heiðskýr í máli mínu ... rétt eins og Birgitta. Eða er þetta ekki bara tómt kjaftæði í manni, svokallaður pópúlismi.


mbl.is Vill samstöðu með Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það virkar þannig oft,að útala sig um flókna hluti sem eru ekkert nema aðalatrið málsins í fréttaflutningi.Þó ekki sé nema það,að sumum (Grikkjum) kæmi það betur vegna stöðu sinnar í peningaeign að óska að ganga að skilyrðunum,sem við höfum ekki hugmynd um hver eru..Sama sagan kjarninn kemst ekki til skila,en sendi það samt.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2015 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband