Aðalmálin í skugga aukaatriða

Held það sé þjóðráð hjá Páli Vali Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar, að þingmenn byrjuðu daginn á að því að syngja uppbyggilegt lag. Verra er ef sumir þingmenn eru falskir þá verður líklega frekar pínleg á að hlusta en þó varla verra en að hlusta á þá sem hafa engilfagra söngrödd en kunna engu að síður að vera falskir.

Svo mætti byrja daginn í íhugun. Byrja í þögn. Það gæti þó reynst ýmsum þingmönnum vandasamt ef þeir eru vanir því að hlusta á eigin rödd og jafnvel þeim sem tala áður en þeir hugsa. Nokkrir slíkir kunna að sitja á Alþingi.

Fleira mætti telja til sem uppbyggilegt upphaf þingfunda. Nefna má legó, púsl, liti og litabækur og margt fleira.

Eins og svo oft með góðar hugmyndir til að létta störfin verða þær svo umfangsmiklar að hin raunveruleg störf, aðalatriðin, falla í skuggann. Það er ekki gott. Þá væri ágætt ef á Alþingi væru til góðar konur og karlar sem leiðrétt geta stefnuna af og til, létt mönnum lund og hvatt til góðs árangurs. Tilvalið er að þetta fólk komi nú úr felum og taki stjórnina á löggjafarsamkundunni.


mbl.is Vill byrja þingfundi á söng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta gerði stjórnlagaráð í upphafi sinna funda að tillögu Þorvaldar Gylfasonar og það reyndist vel. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2015 kl. 19:02

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það má eflaust finna einhverja hugar afþreyingu fyrir þingmenn eins og börn.  En eigi þingmenn að byrja á því að syngja og fara svo í hugleiðslu þá gæti þurft að huga að mörgu.

Ég tel að mun raunhæfara sé að koma því svo fyrir að á Alþingi verði aldrei fleiri en þrír flokkar, alveg án tillits til þess hvað margir voru í framboði.  

Of margir flokkar eyðileggja lýðræðið og í raun eru tveir alveg nóg en þrír held ég að sé betra, því einhverstaðar verða vondir að vera.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband