Þulurinn sem fann sáttanefndinni allt til foráttu

Á leiðinni úr vinnu hlustaði ég óvart á Ríkisútvarpið. Þar var þáttur á dagskránni sem heitir „Spegillinn“. Fréttin um sáttanefndina var glæný en þulurinn fann henni samt sem áður allt til foráttu og dró ekki af sér. Svona nefnd hafði aldrei gefist vel ... Síðast hafði sáttanefnd sett á laggirnar fyrir 1980 ... og maður fékk það á tifinninguna að þetta væri vonlaust til árangurs.

Og þulurinn vissi miklu meira. Hann hafði fundið út eftir óútskýranlegum leiðum að lítil hrifning væri yfir nefndinni hjá verkfallsfólki ...

Enn vissi hann meira en allir aðrir. Hann fullyrti að nefndin hefði ekki umboð til að leggja til meiri launahækkun en þegar hefði verið boðin ..

Þetta þykja mér snöfurmannleg viðbrögð þular hjá Ríkisútvarpinu. Hann gerði engu að síður betur og fór út á meðal fólks sem mótmælti seinagangi í samningamálum og spurði hvers vegna það héldi að illa gengi að semja og hvað fólki fyndist um þetta allt saman. Líklega var það upptaka sem gerð hafði verið fyrr um daginn.

Svona gengur auðvitað ekki hjá Ríkisútvarpinu, þó er það iðkað. Framleiða orð af algjöru þekkingarleysi, segja staðlausa stafi, fullyrða eitthvað sem „virkur í athugasemdum“„ væri fullsæmdur af en ekki þulur Ríkisútvarps.

Enginn, hvorki fréttamaður, blaðamaður eða þulur getur leyft sér að prédika eigin skoðanir. Verkefni þessa fólks er að segja fréttir, upplýsa. Ekkert annað. Punktur.

 


mbl.is Ríkisstjórnin samþykkir sáttanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fréttaflutningur ruv eru stofnuninni nær daglega til háborinnar skammar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.6.2015 kl. 19:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtið mér fannst þetta nefnilega frábær hugmynd og góð tilraun.  En ég er farin að halda að Samfylkingin sé með öllum ráðum að reyna að fella ríkisstjórnina með góðu eða illu.  Þó ég sé ekki hrifin af þessari ríkisstjórn þá á hún að njóta góðs Af því sem hún gerir vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2015 kl. 21:12

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það eru meðal annars einmitt svona vinnubrögð sem ollu því að ég hætti að fylgjast með fréttum RUV fyrir nokkrum árum síðan.  Ég treysti ekki þeim miðli eða þeim fréttaflutningi sem þaðan kemur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.6.2015 kl. 21:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sátaanefnd er það eina sem virkar,þegar allt er "að fullu reynt". Vona að samningsaðilar skilji beggja viðmið og loki þessari vitleysu. Þjóðin er fullsödd þessarar dellu.

Halldór Egill Guðnason, 6.6.2015 kl. 01:22

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

RÚV má líkja við facebókarsíðu sækópata sem birtir lítið annað en fotosjoppaðar myndir af sjálfum sér.

Til dæmis var aðla frétt fréttastofunnar í marga daga í maí um Eurovision.

Guðmundur Jónsson, 6.6.2015 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband