Verkalýðsfélagið Eining klikkar á lýðræðislegri atkvæðagreiðslu

Það er engan veginn hlutverk Sigurðar Bessasonar eða annarra í forystu Eflingar að segja öðrum félagsmönnum sínum með hvaða hætti þeir skuli greiða sitt atkvæði. Enda má auðveldlega líkja slíku við áróður á kjörstað. En alla jafna er afar hart tekið á slíku í almennum kosningum.

Svona skrifar Kristinn Karl Brynjarsson, sem er félagi í Verkalýðsfélaginu Eflingu í grein í Morgunblaði dagsins. Honum mislíkar greinilega áróður forystu félagsins vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Kristinn fékk atkvæðaseðil frá félaginu í pósti og með honum pési sem af lýsingu hans er beinn áróður fyrir verkfalli.

„Ég er lýðræðissinni“, segir margur maðurinn. Og svo er einatt bætt við að virða skuli sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, efna til þjóðaratkvæðagreiðslna, leita eftir áliti íbúa í kosningum í sveitarfélögum og svo framvegis, allir eiga að segja álit sitt með því að kjósa.  

Þegar kemur svo að framkvæmd lýðræðisins þá klikka margir þessara hjartanlegu lýðræðissinna. Nei, nei, það skiptir engu máli þó pappír í lögbundinni atkvæðagreiðslu sé nær gegnsær. Ekki heldur þótt spurningar séu leiðandi ... eða hvað?

Svokallaðir lýðræðissinnar halda margir að málefnið réttlæti málsmeðferð. Þess vegna megi til dæmis senda áróður með atkvæðaseðli um verkfallsboðun.

Áróður á kjörstað ekki leyfilegur í opinberum kosningum, kjósandi þarf að framvísa persónuskilríki, engum er leyfilegt að kjósa í annars stað. Áróður við kosningar er einfaldlega ekki lýðræðislegur. Svo má bæti við að skynsamlega þarf að standa að atkvæðatalningu, hún af mikilli samviskusemi og að sjálfsögðu undir votta viðurvist. Svo má endalaust upp telja atriði sem sannir lýðræðissinnar ættu að skilja. Hinir svindla ...

Kristinn Karl Brynjarsson hefur rétt fyrir sér í grein sinni í Mogganum í morgun. Forysta Eflingar klikkar á grundvallaratriðum. Hún hefði átt að láta nægja að senda út atkvæðaseðil en ekki senda um leið pésa sem er nærri því fyrirskipun um hvernig skuli greiða. Í mínum huga er atkvæðagreiðslan ólögleg. Lýðræðið er hér fótum troðið, skiptir engu hvort menn séu sammála eða ósammála verkfallsboðuninni.

Sannir lýðræðissinnar eru ekki endilega þeir sem vaða fram og gapa um þau mál. Þeir láta verki tala. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband