Launþegafélög styðja stækkun áversins

Hef tekið eftir því að bæði Verkalýðsfélagið Hlíf og Rafiðnaðarsambandi hafa bæði mælt með stækkun álversins í Straumsvík.  Yfirleitt gera Vinstri grænir og Samfylkingin mikið úr öll því sem frá samtökum launafólks kemur en nú er þögnin ærandi.

Í öll þau skipti er rætt hefur verið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins hafa vinstri sinnar lagt mikla áherslu á örlög starfsfólksins, það ætti að vera með í ráðum, tryggja skyldi starfsskilyrði þess og svo framvegis. Sama hefur alltaf verið gert þegar opinber fyrirtæki hafa verið seld, Síminn, bankarnir, áburðarverksmiðjan og fleiri.

Alla tíð hefur Samfylkingin og Vinstri grænir þóst hafa mestar áhyggjur af velferð launafólks. Hvers vegna hefur meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ekki áhyggjur af afdrifum starfsmanna álversins í Straumsvík? Hvers vegna álykta Vinstri grænir ekki um velferð þeirra?

Geta ekki allir tekið undir skoðun Rafiðnaðarsambandsins?:

„Íslendingar hafa í vaxandi mæli á undanförnum misserum upplifað að fjölmörg störf í iðnaði hafa verið flutt úr landi. Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um 1200 ný og varanleg störf, þarf af um 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Heildarstarfsmannafjöldi hjá álverinu verður þá um 850.“

 Eru ekki allir sammála þessari skoðun Verkalýðsfélagsins Hlífar?:

„Fundurinn skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkuninni atkvæði sitt í væntanlegri kosningu og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum.“ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband