Svartur mökkur af kertaljósunum í Fossvogskirkjugarði

IMG_1379Norðan stilla er á höfuðborgarsvæðinu á fögrum aðfangadegi. Sólin hnígur til viðar kl. 15:36, tæplega mínútu síðar en í gær. Þannig lengist dagurinn smátt og smá næstu sex mánuðina.

Þúsundir nota tækifærið og fara að leiðum ættingja og vina, tendra á kertaljósum eða leggja blóm á þau. Þetta er fallegur siður og samkvæmt hefðinni fer ég í Fossvogskirkjugarð innan skamms og kveiki á kerti á leiði foreldra minna.

En það sem okkur þykir nú góður siður hefur sínar afleiðingar. Kertaljósin brenna og mynda dökkan reyk sem er raunar ekkert annað en kolefni eða koltvíildi. Þetta gas, sem raunar er skaðlítið, rennur í kuldastillunni niður kirkjugarðshallann og út á Fossvog eins og glögglega má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Norðan andvarinn sveiflast til og leggur stundum í vestur og svartur kertareykurinn silast svo út voginn, nær þó aldrei yfir til Kópavogs. Eða er það útfallið sem dregur mökkinn með sér í vesturátt?

Efri myndin var tekin klukkan 14:45 og sú síðari 15:05. á þeirri neðri hefur mökkurinn gisnað aðeins og núna þegar þetta er skrifað er mengunin ekki eins áberandi og áður. Og eftir því sem dimmir verður fólk minna vart við hana.

IMG_1383


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband