Náttúrupassinn er vondur skattur og óréttlátur

Fyrstu viđbrögđ viđ frumvarpi iđnađar- og viđskiptaráđherra um náttúrupassa hafa almennt veriđ gagnrýnin og tilfinningahlađin. Ţađ er skiljanlegt ađ frumvarpiđ veki sterk viđbrögđ, enda er gott ađgengi ađ íslenskri náttúru grundvallarmál fyrir flesta sem hér búa. Ađ ţví sögđu munu náttúruperlur áfram liggja undir skemmdum ef ekki verđur ráđist í breytingar á umgjörđ ferđamannastađa á Íslandi. Til ađ réttlćtanlegt sé ađ leggjast gegn hugmyndum um náttúrupassa ţurfa ţví ađrar betri tillögur ađ liggja fyrir.

Ţannig byrjar Frosti Ólafsson,framkvćmdastjóri Viđskiptaráđs Íslands, grein í Morgunblađ dagsins. Hann fellur í sömu gryfju og iđnađar- og viđskiptaráđherra, sem hefur lagt fram frumvarp um náttúrupassa á Alţingi. Bćđi gleyma íslenska einstaklingnum og raunar ţeim útlenda líka. Í árhundruđ hefur órofa sátt um frjálsar ferđir fólks um landiđ. Nú er hins vegar ćtlunin ađ hefta ţćr af fjárhagslegum ástćđum sem ţó eru einungis tilbúnar.

Framkvćmdastjórinn og ráđherrann líta alfariđ framhjá okkur sem ferđast um landiđ og tileinka sér ţann bođskap ađ umferđ megi skattleggja og halda uppi ţeirri viđbáru „ađ ţeir eigi ađ borga sem njóta“ eins og ráđherrann sagđi á fundi hjá félagi Sjálfstćđismanna um síđustu helgi. Almenningur er ekki spurđur, viđ fólkiđ sem ferđumst um landiđ erum ekki spurđ. Náttúrupassanum er slengt í andlit okkar rétt eins og ţegar síđasta ríkisstjórn ćtlađist til ađ almenningur í landinu greiddi skuldir Landsbankans, Icesave. Ţá eins og núna vorum viđ ekki spurđ.

Náttúrupassinn er viđbótarskattur. Íslendingar greiđa beina og óbeina skatta og útlendir ferđamenn greiđa óbeina. Tekjur ríkissjóđs af ferđalögum Íslendinga og útlendinga um landiđ eru gríđarlegir. Ráđherrann leggur upp međ ađ ríkissjóđur hafi ekki efni á ađ greiđa af ţessari aukningu tekna, ţá minnki framlög til heilbrigđis- og menntamála. Framkvćmdastjórinn virđist ekki heldur átta sig á tekjuaukningu ríkissjóđs vegna fjölgunar ferđamanna.

Niđurstađa beggja er ţví ađ skattleggja ferđir fólks um landiđ. Leggja gjald á ţá „sem njóta“, einhvers konar glápgjald. En augnablik. Ég sem ferđast um landiđ greiđi mína skatta, kaupi vöru og ţjónustu vegna ferđa minna og allt sem ég kaupi ber virđisaukaskatt. Síđan er ţađ boriđ á borđ fyrir mig ađ ég ţurfi ađ greiđa meira vegna ferđa minna. Ég ţurfi ađ borga skatt vegna ţess ađ útlent ferđafólk flykkist ađ Dettifossi, Ásbyrgi, Seljalandsfoss eđa Geysi.

Frosti, framkvćmdastjóri Viđskiptaráđs, gerir í grein sinni ekki mun á landsvćđum og stöđum. Vissulega er átrođningur ferđamanna á mörgum stöđum en hann er viđráđanlegur. Ţađ réttlćtir hins vegar ekki ađ taka gjöld af ferđamönnum sem leggja leiđ sína um landsvćđi. Hvađa réttlćti er til dćmis í ţví ađ rukka göngumann sem leggur leiđ sína yfir Fimmvörđuháls um ađgang ađ Skógafossi? Hvađa réttlćti er í ţví ađ göngumađur sé rukkađur vilji svo til ađ upphafs- eđa lokastađur göngunnar sé innan stađar sem er gjaldskyldur samkvćmt ákvörđun ráđherrans? Ţetta er eins og ađ sá sem gengur niđur Laugaveginn skuli greiđa gjald í strćtó af ţví ađ upphaf göngu hans er á Hlemmi og hún endar á Lćkjartorgi.

Svo virđist, samkvćmt grein framkvćmdastjórans, ađ hann vilji ađ náttúrupassi dragi úr álagi á ákveđna ferđamannastađi, skatturinn hafi fćli fólk frá ţeim, hann breyti hegđun fólks. Hann virđist vilja ađ hćrri skattar verđi lagđir á ţá sem fara um Ţingeyjarsýslu svo átrođningur viđ Dettifoss minnki. Hver skilur svona?

Ţađ er út af fyrir sig ágćtt ađ menn eins og framkvćmdastjórinn hafi ákveđnar skođanir á skattheimtu en ađ skattar eigi ađ hafa einhvers konar uppeldislegt gildi er algjörlega óásćttanlegt. Spyrja má manninn hvort hann sé ţá ekki sáttur viđ sykurskattinn? Sá skattur virđist hafa ţennan uppeldislega eiginleika sem breyta ćtti hegđun fólk. Ugglaust er hann sáttur viđ enn frekari álögur á bensín og díselolíu, en slíkt mun hugsanlega fá fólk úr bílunum og á reiđhjólin eđa strćtó. 

Umrćđan um náttúrupassann hefur einkennst um of af viđhorfum stjórnlyndis, minna fer fyrir rökum okkar sem hann beinist ađ. Okkar sem unnum frelsi og berjumst gegn óhóflegri skattlagningu og tilraunum löggjafans og framkvćmdavaldsins sem vilja skipta sér af lífi okkar í smáatriđum. Ég kćri mig ekkert um svona afskiptasemi.

Náttúrupassinn er afar vond leiđ til ađ bćta fyrir ţann skađa sem átrođningur ferđamanna hefur valdiđ á einstökum stöđum. Ađrar leiđir eru fćrar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í augnablikinu virđast ađeins fjórar leiđir koma til greina. 

1. Gjald, sem tekiđ er af útlendingum viđ komuna til landsins og ganga úr EES og Schengen til ţess ađ ţađ verđi mögulegt.  

2. Ađ finna betri leiđ en náttúrupassann. Ég hef ekki séđ ţá leiđ kynnta.Gistináttargjaldiđ gefur bara lítinn hluta af ţví sem ţarf og af hverju á til dćmis landsbyggđarfólk ađ borga sérstakt gistináttargjald ţegar ţađ fer til Reykjavíkur og gistir ţar? 

3. Ađ fjármagna verndun og uppbyggingu á ferđamannasvćđum úr ríkissjóđi. Verđur ţá ekki hafinn söngurinn um ađ ţađ sé veriđ ađ taka fé frá heilbrigđiskerfinu?

4. Líklegasta útkoman. Allt verđur áfram eins og ţađ hefur veriđ hingađ til. 

Í landi frelsisins, Bandaríkjunum, eru öll helstu náttúruverđmćtin í ţjóđareign. Allir borga fyrir ađgang ađ ţjóđgörđunum, líka "heimamenn", til dćmis í Utah, Wyoming, Wyoming og Arizona. Bandaríkjamenn sćtta sig viđ ţessa "afskiptasemi" en ekki viđ, ađ ţví er séđ verđur. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2014 kl. 13:59

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég hallast helst ađ ţví ađ réttast vćri ađ innheimta ađgang ađ náttúruperlum landsins á stađnum og ţá greiđi allir sem náđ hafa tilteknum aldri og fram ađ tilteknum aldri.

Sú fjárhćđ sem ţannig innheimtist fari í ađ byggja upp viđkomandi stađ, ţ.e. göngustígar, öryggislínur, salernisađstöđur, bílastćđi, öryggisverđir o.s.fr.

Ég sći engum ofsjónum yfir ţví ađ borga ca. 500 til 600 krónur fyrir ađgang ađ Geysi, Gullfossi, Kerinu eđa öđrum slíkum náttúruperlum.  Ţannig myndu fjármunir skila sér beint til ţeirra stađa ţar sem ferđamenn koma og ekki ţarf ţá ađ bíđa eftir duttlungum stjórnmálamanna um hvert fjármunir skulu fara og hversu mikiđ hver skuli fá.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.12.2014 kl. 15:06

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síđuhafi setur fram margar góđar röksemdir gegn náttúrupassanum.

Varđandi athugasemd Ómars má benda á ađ Bandaríkjamenn eru ekki eins skattpíndir og Íslendingar.

Greinilega eru sumir, t.d. Tómas, tilbúnir ađ borga, en ég held ađ langflestir Íslendingar séu alfariđ á móti ţessari hugmynd.   

Wilhelm Emilsson, 19.12.2014 kl. 21:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband