Björn Ingi í Sjálfstæðisflokkinn?

Einn af duglegustu bloggurum landsins sem jafnframt er öflugur stjórnmálamaður er Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. Hann er hógvær og hnitmiðaður í skrifum sínum og ekki leggur beinlínis af honum framsóknarþefinn ef svo má að orði komast. Þvert á móti er hann greinilega frjálslyndur og glaðlegur í skrifum sínum enda á hann uppeldi sitt Mogganum að þakka. Þeir verða margir afar ritfærir sem þar hafa starfað.

Sem formaður Faxaflóahafnar átti Björn núna frumkvæði að því að bjóða ríkisvaldinu til samstarfs um byggingu Sundabrautar sem er brýnasta framkvæmdin í umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Með samvinnu ríkisvaldsins, Faxaflóahafna og Spalar og til dæmis Járnblendiverskmiðjunni og álverinu á Grundartanga má fá þann slagkraft sem kann að duga til að koma verkinu í framkvæmd á örskömmum tíma. Munum að Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra er með átta milljarða í vasanum fyrir þetta eina verkefni.

Ég hef gaman og gagn af því að lesa bloggið hans Björns Inga. Ekki spillir fyrir skoðanir hans og stefna eru meir í ætt við Sjálfstæðisflokknum en Framsókn má spyrja hvort ekki sé tími til kominn að Björn Ingi hafi opinberlega vistaskipti. Við Sjálfstæðismenn munum fagna svo góðum liðsauka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband