Ný og róttæk byggðastefna

Hefðbundin byggðastefna á að vera opinbert tæki til að hafa áhrif á byggðaþróun. Núverandi ríkisstjórn hefur tvívegis látið vinna stefnu í byggðamálum. Út af fyrir sig ber að fagna því en þegar til kastana kemur virðast fæst úrræði hafa nokkuð að segja um búsetuþróun. Ástæðan er einfaldlega sú að hún ræður svo litlu um vilja fólks, hvar það vill búa eða hvert það vill flytjast. Þess vegna mega menn blaðra sem mest um einhverja byggðastefnu, styrki, lán og annað. Slíkt hefur engin áhrif nema því aðeins að fram komi tillögur sem leggja áherslu á atvinnulíf og verðmætasköpun.

Ég hef unnið lengi að byggðmálum, starfað sem atvinnuráðgjafi og stundað margvíslegar rannsóknir og athuganir á aldursgreiningu og búsetuþróun og má finna sumt af því hér á heimasíðu minni. Þessi grein og framhald hennar byggist á þeim gögnum sem ég hef viðað að mér og er það von mín að einhverjir geti haft gagn af þeirri nálgun sem ég vil beita í byggðamálum.


Fimm meginþættir
Að mínu mati markast vandi landsbyggðarinnar af eftirfarandi meginþáttum:

  • Fólksfækkun (1 tillaga um málið frá stjórnvöldum)
  • Óhagstæð þróun í atvinnumálum (2 tillögur)
  • Fámenn sveitarfélög (1 tillaga)
  • Ófullnægjandi samgöngumál (1 tillaga)
  • Menntunarskortur (3 tillögur)

Árangur byggðastefnu byggist fyrst og fremst á því að taka á ofangreindum vanda. forsenda lífvænlegrar byggðar er arðbært atvinnulíf sem getur að sjálfsögðu ekki þrifist ef starfsskilyrðin eru því í óhag. Atvinnulífið getur heldur ekki þróast án þróttmikilla þéttbýliskjarna og þar skiptir stærð sveitarfélga miklu ásamt góðum samgöngum. Arbært atvinnulíf þarfnast menntaðs starfsfólks sem býðst einungis ef búsetuskilyrðin eru sambærileg við það sem best býðst.

Opinbera byggðastefnu á að miða við ofangreinda upptalningu. Tillögur skal fella í þessa fimm flokka og þá kemur í ljós hversu áhrifarík byggðastefnan getur verið. Sé þetta gert kemur í ljós að aðeins ein tillaga ríkisstjórnarinnar getur hugsanlega haft áhrif á fólksfækkun, tvær á óhagstæða þróun í atvinnumál, ein á fámennið í sveitarfélögunum o.s.frv. Hins vegar þarf að bæta við sjötta flokknum sem heitir "Annað" og undir hann falla fimmtán tillögur ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir  að byggðastefna sé þokkaleg er hún síður en svo markviss.

Sé haldið áfram að skoða tillögur stjórnvalda um aðgerðir 2006 til 2009 er ekki úr vegi að meta þær út frá því hversu lengi áhrifin kunna að koma fram. Í ljós kemur að tillögurnar hafa fyrst og fremst langtímagildi. Það gengur að sjálfsögðu ekki vegna þess að vandinn er knýjandi.

Framhald þessarar greinar er að finna á heimasíðu minni, http://web.mac.com/sigurdursig . Þar er einnig að finna fleiri greinar um byggðamál og aldursþróun á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband