Agnes hirtir Ingibjörgu

Hún lætur Ingibjörgu Sólrúnu ekkert eiga inni hjá sér. Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins hreinlega hirtir formann Samfylkingarinnar í Mogganum í dag vegna athugasemdar sem sú fyrrnefnda gerði við fréttaskýringu á forsíðu blaðsins á laugardaginn.

Almenningur er farinn að sjá að samkomulagið innan Samfylkingarinnar er ekki upp á marga fiska og ber þar mest á óvild milli formannsins og formanns þingflokksins. Ingibjörgun þykir nú eins og svo mörgum öðrum að tilraunir Össurar til að kljúfa stjórnarflokkana með stjórnarskrárákvæðinu hafi gjörsamlega mistekist og þess vegna vill hún ekkert við þær kannast.

Eftir að hafa næstum fordæmt eigin þingflokk og nú formann hans á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fátt eftir í stöðunni. Allir eru ómögulegir í eigin flokki, ríkisstjórnin hræðileg, Mogginn algjörlega vonlaus og svo má lengi telja. Hér sannast það sem margir hafa sagt að formaður Samfylkingarinnar er reið kona, „fúll á móti“ sér sjaldnast ljós í því myrkri sem henni finnst grúfa yfir íslensku þjóðlífi.

Svo eru margir hissa á því að fylgi Samfylkingarinnar dvíni dag frá degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband