Ómerkilegur málflutningur

Hún ætti að skammast sín hún Margrét S. Björnsdóttir fyrir grein sína í Morgunblaðinu í dag, 12. mars. Greinin er ómálefnalegur pólitískur áróður fyrir Samfylkinguna. Í upphafi hennar vitnar hún í upphafi í hræðilega reynslu móður í Hafnarfirði sem varð fyrir þeirri ógæfu að yfirvöld tók af tilefnislausu eitt barna hennar af henni og sendu í Breiðuvík. 

Á lævísan hátt reynir Margrét að tengja þennan hörmulega atburð við Sjálfstæðisflokkinn svo lesandinn fái það nú rækilega á tilfinninguna að allt vont stafi frá honum og vitnar til helsta andskota núverandi ríkisstjórnar, samflokksmanns síns, hins alræmda Stefáns Ólafssonar sem ekki frekar en Margrét er sáttur við þá ákvörðun kjósenda að setja Samfylkinguna í salt í hverjum kosningunum á fætur öðrum.

Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að svo illgjarn gæti áhugamaður um stjórnmál verið eins og Margrét virðist vera. Henn er tíðrætt um þörf á stjórnarskiptum, en drottinn minn dýri. Hvað gerist ef svo illa innrætt fólk á borð við Margréti kemst til valda?

Sómatilfinning Margrétar er greinilega engin og hún telur sig hafa leyfi til að brúka öll meðöl til að koma höggi á Sjálfstæðisflokksins og seilist langt í þeim efnum eins og grein hennar sannar. Það eina sem er til mótvægis er sú staðreynd að fæstir nenna að lesa svona langhunda eins og grein hennar að sönnu er.

Harmsaga Ásu Hjálmarsdóttur og fjölskyldu hennar á ekki erindi í flokkspólitískan áróður því allir hljóta að vera sammála því að saga hennar á að vera okkur öllum til lærdóms. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband